Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2003, Qupperneq 54

Freyr - 01.04.2003, Qupperneq 54
Tilraunastarfið á Hesti 2002 Tilraunastarf í sauðfjár- rækt hefur verið stundað af auknum krafti að undanförnu, með myndarlegri styrkvcitingu til rannsókna í sauðtjárrækt sem kemur af þróunarfé búvörusamnings í sauðfjárrækt. Gerð hefur verið áætlun til þriggja ára frá og með 2002 um verkefni á sviði sauðfjárræktar í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt. Kjarni þessa starfs er á tilraunastöð- inni á Hesti og hafa verkefnin verið tengd við nám háskóla- nema við LBH, sem vinna að lokaverkefnum á sviði sauð- fjárræktar. I tilraununum á Hesti er meðal annars lögð áhersla á að þróa hag- kvæmar aðferðir til að ala lömb til slátrunar utan hefðbundins slátur- tíma. Tilgangurinn með því að lengja sláturtímann er einkum: * að bæta nýtingu sláturhúsa og lækka þar með sláturkostnað * að tryggja framboð á fersku dilkakjöti yfír stærri hluta árs- ins en áður, bæði á innanlands- markaði og til útflutnings * að jafna gæði sláturíjár, þannig að lömb séu alin til hæfílegs þroska í stað þess að slátra öllu á sama tíma Jafnframt er unnið að viðamiklu verkefni varðandi gólfgerðir í ljárhúsum með tilliti til endingar og hagkvæmni mismunandi gólf- efna og fylgst er með þrifum og heilsufari fjárins. Hér verður gerð stutt grein fyrir þeim rannsóknaverkefnum sem unnið er að í þessari áætlun á Hesti og greint ffá fyrstu niður- stöðum þar sem þess er kostur. I öllum tilvikum er um að ræða nið- urstöður úr fýrstu áföngum verk- efha sem fyrirhugað er að halda áfram næstu tvö ár. Haustbötun og innieldi SLÁTURLAMBA Þetta verkefni hófst í raun með tilraun með lýsingu hjá lömbum í innieldi, sem gerð var veturinn 2001-2002. í þá tilraun voru valin 64 smálömb að hausti, sem voru bötuð á grænfóðri í rúman mánuð og síðan alin inni í 14 vikur. Helm- ingur lambanna var hafður i ljósi í 16 tíma og myrkri 8 tíma á sólar- hring allan fóðrunartímann en hinn helmingurinn bjó við náttúru- lega daglengd. Lömbin fengu hey að vild og helmingur lambanna í hvorri ljósameðferð fékk kjam- fóðurblöndu með heyinu. Helstu niðurstöður vom þær að lömbin, sem vom í 16 tima ljósi, þyngdust töluvert meira en þau sem höfðu náttúrlega daglengd. Lömbin í ljósahópnum vom u.þ.b. 5 kg þyngri á fæti fyrir slátmn. Munur í vexti kom þó ekki fram fyrr en seint í desember, eftir um 6 vikna fóðmn. Nokkur kynjamun- ur kom fram þar sem gelt hrút- lömb uxu meira en gimbrar í báð- um meðferðum en gimbrarnar vom hins vegar töluvert feitari. Þungamunur skýrðist fyrst og fremst af meira gróffóðuráti í ljósahópnum en hins vegar var kjötprósenta lakari þar, þannig að fallþungaaukning var hlutfallslega minni en aukning í lifandi þunga. Sigríður Jóhannesdóttir, nemandi eftir Emmu Eyþórsdóttur, Jóhannes Sveinbjörnnsson, Eyjólf Kristin Örnólfsson, og Torfa Jóhannesson, Rannsóknastonfún landbúnaðarins og Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri við LBH, vinnur að heildampp- gjöri tilraunarinnar sem lokaverk- efni til BS prófs nú í vor. Haustið 2002 var gerð tilraun með haustbötun og innifóðrun lamba til slátmnar í nóvember og desember. Markmið tilraunarinn- ar var að kanna árangur mismun- andi meðferðar lamba sem ætluð em til slátmnar fyrir jól, bæði með tilliti til vaxtar lambanna og hag- kvæmni framleiðslunnar. í þessa tilraun vom valin lömb sem komu fremur létt af Qalli og þurftu á bötun að halda til að ná ákjósan- legum þroska fyrir slátmn. Meðferðarhópar vom sex og 16 til 17 lömb í hóp. Um þriðjungur lambanna vom geltir hrútar og af- gangurinn gimbrar og var kynjun- um jafnað á hópana. Einum hóp var slátrað á venjulegum tíma í byrjun október (A - viðmiðun) en allir hinir hópamir settir á kálbeit í rúman mánuð eða til 7. nóvemb- er. Þá var B hóp slátrað en fjórir hópar teknir inn á heyfóðmn í 3 eða 6 vikur. Tveir hópar (D og F) fengu kjamfóður (320 g bygg og | 54 - Freyr 3/2003
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.