Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Síða 57

Freyr - 01.04.2003, Síða 57
gera það að verkum að nauðsyn- legt er fyrir bændur að geta treyst áreiðanleika sauðijánncrkja. All- margar gerðir eymamerkja fyrir sauðfé eru á markaði hérlendis og aldrei hefur farið fram skipuleg prófun á mismunandi gerðum merkja og endingu þeirra. Skoð- anir bænda á gæðum merkja eru misjafnar og ástæða er til að reyna að meta hvort munur sé milli merkjagerða þannig að hægt sé að leiðbeina um hvaða merki hafí fullnægjandi endingu. A síðasta ári var hafín prófun mismunandi eymamerkja í sauðfé á Hesti í þeim tilgangi að kanna áreiðan- leika og endingu merkjanna. Merki af mismunandi gerð er sett í vinstra eyra lamba að vori og borið saman við Bjargsmerki frá plastiðjunni Bjargi, Iðjulundi, á Akureyri í hægra eyra lambanna. Metið er hversu auðvelt og fljót- legt er að setja merkin í lömbin, fylgst er með tíðni merkjataps og hversu læsileg merkin eru að hausti. Einnig er kannað hvort hægt sé að endumýta merkin. Svipuð athugun er gerð á merkj- um fyrir fullorðið fé sem sett em í gemlinga. Merkjagerðimar, sem prófaðar voru vorið 2002 i lömb, eru: Snapp tag og Dalesman tagg-mini ífá Ritchey sem Vélar og þjónusta flytur inn og Dalton merki sem Þór hf. flytur inn. 200 númer vom notuð af hverri gerð. Vorið 2003 verður svo bætt við einni gerð enn en það em Ewe babe tag frá ROX- ANiD sem Asta F. Flosadóttir flytur inn. Hafa ber í huga að fleiri gerðir merkja em til en þetta em þær helstu sem notaðar em hér- lendis. Helstu niðurstöður síðasta sumars voru þær að í flestum til- fellum var fljótlegt að setja merk- in í eyru lambanna og auðvelt að lesa á þau. Sérstaklega er þægi- iegt að setja Dalton og Dalesman tagg-mini merkin í eymn. Snapp tag merkin þarf að setja á ákveð- inn hátt í töngina sem tekur held- ur lengri tíma en fyrir hin merk- in. Fylgst var með því hvort númer væri horfið við vigtun lamba 30. júní fyrir fjallrekstur og aftur að hausti(2. október). 30. júní vant- aði 3 Dalton merki, 2 Dalesman- mini merki og 1 Snapp tag merki. Að hausti vantaði svo til viðbótar 8 Dalton merki, 3 Snapp tag merki og 2 Dalesman-mini merki. Það týndust því 11 Dalton merki eða 5,5 % og 4 merki af hinum gerð- unum tveimur eða 2 %. Það ber að hafa í huga að merk- in voru sett í með hlaupandi núm- emm eftir burði ánna og þess vegna röðuðust kollótt lömb al- veg tilviljanakennt á númeragerð- imar. Dalton og Dalesman-mini merkin virtust týnast meira úr kollóttum lömbum en hymdum en Snapp tag merkin héldust vel í kollóttu lömbunum. Sérstaklega var áhugavert að sjá að svo virtist sem það skipti máli hvar lömbin vom yfír sumarið. Þannig vantaði 5 Dalton og 2 Dalesman-mini merki í lömb sem vom heima við í afgirtu hólfí. Ein líklegasta ástæða þessa er sú að lömbin troða hausnum í gegnum girð- ingamöskvana og rífa merkin úr. Þetta gerist ekki með Snapp tag merkin þar sem þau em hringur en á móti kemur að þau snúast stundum upp á eyrað og getur skemmt enda þess. Þetta gæti ver- ið slæmt þar sem er yfírmark eins og heilrifað eða sneiðrifað svo dæmi sé nefnt. Afkvæmarannsóknir á Hesti 2002 Frh. af bls. 53 Hylur 105 var valinn á sæð- ingarstöð úr þessum hrútum og var settur á dætrahópur undan honum, auk Strengs 106 og Loppa 104. Strengur var með bestu holdfyllinguna á skrokk- um, eins og áður sagði, auk þess sem hann er ekki að gefa feitt. Hann er með hæstu lærastig og næst hæstu frampartsstigun. Að auki eru tveir lambhrútar í próf- un fyrir haustið 2003 undan Streng. Sama má segja um Loppa. Hann er faðir tveggja hrúta sem eru í prófun fyrir næsta ár. Auk þess var hann yfír meðaltali í öllum mælingum og stigunum nema fítu á síðu. Þegar farið var að velja aðrar ásetningsgimbrar komu all margar gimbar undan Buna 102 í úrvalið. Það kemur kannski á óvart, þegar litið er á holdfyllinginguna ein- göngu, en þegar grannt er skoðað er hann með mjög gott vefjahlut- fall lamba, auk þess sem hann er yfír meðaltali fyrir lærastig, óm- vöðva og með góða lögun bak- vöðva. Athuga ber einnig að í töflu 2 eru einungis hrútlömbin notuð til útreikninga og voru gimbrar und- an Buna að mælast vel og með gott átak. NÆSTI VETUR Fyrir haustið 2003 eru 10 lamb- hrútar í afkvæmaprófún og fá þeir heldur stærri hópa en oft áður. I þessum 10 hrúta hópi er m.a. einn sæðishrútur undan Túla 98-858 og einn aðfenginn frá Hauki Engil- bertssyni á Vatnsenda í Skorradal. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort þessir hrútar, auki breytileika lambahópsins næsta haust á einhvem hátt. Freyr 3/2003 - 571

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.