Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2003, Side 58

Freyr - 01.04.2003, Side 58
Nokkur atriði um gæða- stýringu í sauðfjárrækt Með gæðastýrðri sauð- fjárframleiðslu er átt við framleiðslu sauð- fjárafurða samkvæmt gæða- kerfi Bændasamtaka Islands sem landbúnaðarráðherra stað- festir. Gæðakerfið nær til eftir- talinna þátta: Landnota, að- búnaðar og umhverfis, sauð- tjárskýrsluhalds, jarðræktar, fóðrunar, heilsufars og lyfja- notkunar. Gæðakerfið byggist á að skjalfesta framleiðsluaðferð- ir og framleiðsluaðstæður. Framkvæmdanefnd búvöru- samninga hefúr yfirumsjón með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu en er heimilt að leita aðstoðar hjá öðrum aðilum varðandi tiltekna þætti gæðastýringarinnar. Umsóknir Framleiðandi, sem óskar að taka upp gæðastýrða sauðíjár- framleiðslu, sendir skriflega um- sókn til búnaðarsambands á því svæði þar sem framleiðslan fer fram. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast hjá búnaðarsambönd- um og/eða á vef Bændasamtaka íslands (bondi.is). Umsóknum þarf að skila inn fyrir 30. júní 2003 ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum á næsta ári (2004). Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í umsókninni: a) Nafn, kennitala og lögheimili ffamleiðanda. b) Jörð eða jarðir sem framleið- andi nytjar. c) Beitiland viðkomandi fram- leiðanda, sem hann hefúr til af- nota, þar með talið heimaland, upprekstrarheimaland og af- réttur. Tilgreina skal eins og kostur er þær jarðir sem eiga land innan upprekstrarheima- lands (aðliggjandi jarðir). Jafn- framt þurfa að koma fram þau friðuðu svæði sem eru innan jarðar, s.s. skógræktargirðingar og friðuð uppgræðslusvæði. d) Fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár, hrossa, nautgripa og geita, sem framleiðandi beitir á úthaga, þar með talið gripir í haga- göngu. Jafnframt þarf að til- greina beitartíma og fjölda eig- in búfjár í heimalandi, upp- rekstrarheimalandi og á afrétti. e) Upplýsingar um aðra aðila sem nýta beitarland framleiðanda. Búnaðarsambönd fara yfir um- sóknir og senda þær til Fram- kvæmdanefndar búvörusamninga. Hún heldur skrá yfir umsækjendur og aðila sem fengið hafa staðfest að þeir uppfylli skilyrði um gæða- stýrða sauðfjárframleiðslu. Bún- aðarsambönd senda Landgræðslu rikisins allar upplýsingar úr um- sóknum um beitamýtingu ein- stakra framleiðenda. Aðili frá hveijum ffamleiðenda þarf að sækja undirbúningsnám- skeið til að taka upp gæðastýrða sauðfjárffamleiðslu. Sami aðili þarf að sækja báða daga námskeiðsins. Gæðahandbók Framleiðendur sem óska eftir að taka upp gæðastýrða sauðfjárffam- leiðslu skulu skrá í gæðahandbók upplýsingar um ffamleiðsluaðferðir sínar, aðstæður og önnur atriði sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Skráning skal hefjast í síðasta lagi 1. janúar 2004 eða fyrsta dag þess eftir Arna B. Bragason og Þröst Aðalbjarnarson, Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri árs sem ffamleiðandi tekur upp gæðastýrða sauðfjárffamleiðslu. Bændasamtök Islands bera ábyrgð á útgáfú, viðhaldi og dreif- ingu gæðahandbókar. I gæða- handbókinni eru ítarlegar leið- beiningar um hvaða upplýsingar eigi að skrá og hvemig það skuli gert. Búfjáreftirlitsmenn annast ár- legt eftirlit með skráningum í gæðahandbókina. Uppfylli ein- stakir framleiðendur ekki þau skilyrði um gæðastýringu, sem búQáreftirlitsmenn hafa eftirlit með, skal veittur að hámarki fjög- urra vikna frestur til úrbóta. Frest- ur til úrbóta skal þó ekki veittur ef um vísvitandi ranga skráningu eða upplýsingagjöf er að ræða. Bændasamtök íslands skulu til- kynna framkvæmdanefnd búvöm- samninga fyrir 1. júlí ár hvert hvaða framleiðendur hafi ekki staðist eftirlit með skráningum í gæðahandbókina og lögbundið 158 - Freyr 3/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.