Freyr - 01.04.2003, Síða 60
búfjáreftirlist um meðferð og
fóðrun búfjár. Búfjáreftirlits-
menn sveitarfélaganna þurfa að
heimsækja hvert bú fyrir 15.
apríl ár hvert.
3. Búfjáreftirlitsmenn skoða í
heimsókn sinni hvort skráning-
ar í gæðahandbókina uppfylli
settar kröfúr.
4. Landgræðsla ríkisins hefúr á
höndum eftirlitsskyldu með
landi samkvæmt lögum. Hún
mun senda Framkvæmdanefnd
búvörusamninga skriflega til-
kynningu ef aðilar sem óskað
hafa eftir að taka upp eða hafa
þegar tekið upp gæðastýrða
framleiðslu teljast að mati
Landgræðslunnar ekki uppfylla
skilyrði um landnýtingu.
Eftirlitsþættir þessir eru valdir
vegna þess að þeir ná vel að lýsa
heildarstarfsemi framleiðandans
og auk þess eru tveir þeirra, bú-
Qáreftirlit og eftirlit með ástand
lands, lögbundnir og framkvæmd-
ir hvort sem er. Samþætting bú-
fjáreftirlits og eftirlits með skrán-
ingum í gæðahandbók er ódýr
kostur, auk þess sem hann fellur
vel að búfjáreftirliti, því að búfjár-
efitirlitsmaður mun geta stuðst við
gæðahandbókina við sitt lög-
bundna eftirlit.
Álagsgreiðslur
Fjárhœó álagsgreiðslna
Sauðfjárffamleiðendur, sem upp-
fylla skilyrði um gæðastýrða sauð-
fjárframleiðslu, eiga rétt til sér-
stakra álagsgreiðslna úr ríkissjóði á
árunum 2004-2007. Álagsgreiðslur
verða greiddar af uppkaupaálagi og
af þeim Qármunum sem bein-
greiðslur lækka um. Uppkaupaálag
er ígildi 25.000 ærgilda sem ríkið
keypti upp. Árið 2003 lækkuðu
beingreiðslur um 12,5% og munu
lækka um 2,5% á ári til 2007 og
verður heildarlækkun þá 22,5%.
Fjármunir ffá lækkun beingreiðslna
og ígildi 25.000 ærgildanna mynda
álagsgreiðslupott. Álagsgreiðslur
fyrir gæðastýrða sauðfjárffam-
leiðslu geta að hámarki numið 100
kr. á hvert ffamleitt kg dilkakjöts
miðað við verðlag 1. mars 2000.
Hámarksfjárhæð álagsgreiðslna
breytist effir það í samræmi við
breytingar á vísitölu neysluverðs.
Álagsgreiðslur greiðast ekki út á P
skrokka og fítuflokka 4 og 5.
Rélthafar álagsgreiðslna
Framleiðendur, sem hljóta stað-
festingu framkvæmdanefndar bú-
vörusamninga um að þeir uppfylli
skilyrði um gæðastýrða sauðfjár-
framleiðslu, fá greiddar álags-
greiðslur úr ríkissjóði á árunum
2004-2007.
Bændasamtök Islands halda
skrá yfír rétthafa álagsgreiðslna.
Á hverju lögbýli má aðeins einn
framleiðandi vera skráður rétthafi.
Þó er heimilt, þegar um fleiri
sjálfstæða rekstraraðila er að ræða
sem standa að búinu, að skrá þá
sérstaklega. Sjálfstæður rekstrar-
aðili telst sá einn sem hefúr sjálf-
stætt virðisaukaskattsuppgjör.
Bændasamtök Islands annast
uppgjör álagsgreiðslna til rétthafa.
Gjalddagar álagsgreiðslna
Álagsgreiðslur greiðast eigi síð-
ar en 25. nóvember og 20. des-
ember ár hvert. 95% af álags-
greiðslum vegna framleiðslu í
mánuðunum janúar til október
verða greiddir eigi síðar en 25.
nóvember og 95% af álagsgreiðsl-
um vegna ffamleiðslu í nóvember
skulu greiðast eigi síðar en 20.
desember. Lokauppgjör verður
eigi síðar en 10. febrúar ár hvert.
Greiðslustaður álagsgreiðslna
Rétthafa álagsgreiðslna skulu láta
Bændasamtök Islands í té upplýs-
ingar um sérstakan reikning í banka
eða öðmm viðskiptastofnunum sem
greiðslur verða lagðar inn á.
Niðurfelling álagsgreiðslna.
Réttur til álagsgreiðslna fellur
því aðeins niður að ffamleiðandi
uppfylli ekki lengur skilyrði um
gæðastýrða sauðQárframleiðslu.
Framkvæmdanefnd búvömsamn-
inga tilkynnir ffamleiðanda eigi
síðar en 31. júlí ár hvert hvort rétt-
ur hans fellur niður það almanaks-
ár. Missi framleiðandi rétt til
álagsgreiðslna getur hann fyrst
öðlast slíkan rétt á næsta alman-
aksári, eftir endumýjun umsóknar.
Umsóknarfrestur til að endumýja
umsókn er til 15. desember ár
hvert.
Jöfnunargreiðslur
Þeir sem hafa áunnið sér rétt til
jöfhunargreiðslna munu því að-
eins halda þeim að þeir taki upp
gæðastýrða sauðfjárframleiðslu.
Úrskurðarnefnd
Landbúnaðarráðherra skipar úr-
skurðamefnd til tveggja ára í senn
til að leysa úr ágreiningi um hvort
einstakir framleiðendur uppfylli
skilyrði um pæðastýrða sauðtjár-
framleiðslu. I nefndinni eiga sæti
þrír menn, einn skipaður án til-
nefningar og er hann formaður
nefndarinnar, einn samkvæmt til-
nefningu Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins og einn sam-
kvæmt tilnefningu Landbúnaðar-
háskólans á Hvanneyri. Varamenn
em skipaðir með sama hætti.
Urskurðamefnd skal afgreiða
mál eins fljótt og unnt er. Hafí
nefndin ekki úrskurðað í ágrein-
ingsmáli fyrir 15. október ár
hvert, heldur framleiðandi rétti til
álagsgreiðslna það árið.
Þetta yfírlit um gæðastýringu í
sauðfjárrækt er unnið upp úr
reglugerð um gæðastýrða sauð-
fjárframleiðslu sem gefin var út 7.
mars 2003 og námskeiðsgögnum
um gæðastýrða sauðfjárfram-
leiðslu.
| 60 - Freyr 3/2003