Freyr - 01.04.2003, Qupperneq 62
lan McDougall kemur fyrir ístenskum fósturvísum I norskri á.
Hann sagði að auk áhuga á að
sækja hingað kjötgæði þá vildu
þeir helst fá kollótt fé og hrein-
hvítt.
Norðmenn hafa verið fremur
illa brenndir af baráttu við sauð-
fjársjúkdóma síðustu árin. Riðan
hefur verið þeim all erfðið við-
fangs og greinilegt að árangur
þeirra í baráttu við hana er ekki sá
sami og hér á landi. Því má síðan
bæta við að eftir þetta, um síðustu
áramót, fannst mæðiveiki í einu
helstu ræktunarbúi í Suður-Þræn-
dalögum og er greinilegt að það er
mjög alvarlegt tilfelli sem þeir eru
ekki búnir að bíta úr nálinni með.
Það mun að vísu ekki koma við
það að skaða innflutninginn héðan
þar sem þetta mun fyrst og fremst
hafa verið norskt hvítt fé á þessu
ræktunarsvæði.
Staða þeirra gangvart sauðQár-
sjúkdómum hefur hins vegar leitt
til að Norðmenn liafa haft miklar
takmarkanir í sambandi við inn-
flutning á erfðefni. Þannig hafa
þeir ekki viljað flytja inn sæði
héðan, eins og mér þótti sjálfgefíð
að benda þeim á. Innflutningur
þeirra síðustu árin hefur farið
fram með því að flytja inn fóstur-
vísa með hinu eftirsótta erfðaefni
og koma þeim fyrir í norskum ám.
Þannig hafa þeir t.d. verið með
nokkum innflutning á Texel fé til
kjötkynbóta á síðustu ámm. Nú
töldu þeir röðina komna að ís-
lenska fénu.
Ljóst var að til að mæta kröfúm
þeirra eins vel og kostur var á var
ráðlegast að leita til bænda norður
á Ströndum. Þegar ég var í hefð-
bundnum hauststörfum þar ræddi
ég þetta við bændur þar og fékk
jákvæð viðbrögð. Síðan var sarnið
við Guðbrand Bjömsson á Smá-
hömmm um að hafa umsjón með
ánum sem valdar yrðu til fóstur-
vísatöku. Ær vom síðan fengnar
úr þekktum ræktunarbúum á
svæðinu, en þær vom ffá Smá-
hömmm, báðum búum á Hey-
dalsá, Stóra-Fjarðarhomi, frá Jóni
Stefánssyni í Broddanesi og frá
Gröf í Bitru. Bændumir önnuðust
sjálfir val ánna, í samráði við
Brynjólf Sæmundsson, út frá
þeim kröfum sem Norðmenn
höfðu lýst.
Hrútarnir, sem átti að nota,
voru hins vegar kollóttir hrútar
frá sæðingarstöðvunum. Hersveit
forsvarsmanna úr ræktunarstarfi í
Noregi og fulltrúar dýralæknayf-
irvalda þar komu siðan hingað í
október til að sjá æmar sem vald-
ar höfðu verið, velja úr þeim
þann kjama sem fósturvísum yrði
öðru fremur safnað úr og skoða
stöðvarhrútana og velja þá sem
skyldi nota. Heldur brá okkur
heimamönnum í brún þegar við
fómm að horfa á val þeirra á
hrútunum. Eitt helsta vopn þeirra
í því mati voru kústsköft sem þeir
notuðu til að meta hæð hrútanna,
en þeir þóttu tæpast nægjanlega
háreistir að mati sumra Norð-
mannanna. Valdir voru til notk-
unar fimm kollóttir stöðvarhrút-
ar; Eir 96-840, Dalur 97-838,
Sónar 97-860, Glær 97-861 og
Hörvi 99-856. Ýmis áföll áttu
eftir að koma til með að grisja
þennan hóp. Eir dó áður en til
sæðinganna kom og Glær, sem
var nýr hrútur á stöð, var ekki
kominn í gang þegar til sæðis-
töku kom. Feður að þeim fóstur-
vísum sem fóru úr landi urðu því
aðeins þrír.
Æmar vom samstilltar og tekn-
ar í hormónameðferð til að fram-
kalla hjá þeim íjöldaegglos. Þor-
steinn Olafsson, dýralæknir,
annðist þá vinnu, ásamt sæðistök-
unni. Upp úr miðjum nóvember
komu siðan breskir sérfræðingar
sem ráðnir höfðu verið til verk-
efnisins og munu hafa starfað að
hliðstæðum verkefnum hjá Norð-
mönnunum áður. Arangurinn var
betri en björtustu vonir höfðu
staðið til. Islensku æmar svömðu
hormónameðferð með afbriðgum
vel, þannig að margar þeirra skil-
uðu miklum fjölda af úrvalsgóð-
um fósturvísum.
Guðbrandur á Smáhömmm og
162 -Freyr 3/2003