Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Qupperneq 26
6
TIMARIT £>JÓÐRÆKNISFÉLA GS ISLENDINGA
liann liefði gefið sér tíma til að
liugsa. Margs þarf með, ef mað-
urinn á að geta orðið sem beztur
borgari í hvaða helzt 'þjóðlífi setm
er. Einhverjir kunna nú að líta
svo á, að það fari eftir því, hvernig
þjóðfélagið er. En svo er eigi.
Maðurinn hefir engan rétt til þess
að mæla sig við þjóðfélagið. Setji
hann sér það markmið, að verða
sem beztur borgari í íþjóðfélaginu,
þá er þjóðfélagið eigi lengur mæli-
kvarðinn.
Flestum mun skiljast, að til þess
að verða sem mestur og beztur
borgari, er eigi nóg, að taka ein-
göngu líkamTegum framförum, að
verða vinnumiaður góður, þrifnað-
ar búmaður eða jafnvel efnamað-
ur. Það er eigi nóg að vera lög-
lilýðinn, semja sig eftir lifnaðar-
háittum einnar þjóðar eða stað-
liáttum eins lands, heldur þarf líka
að taka sem mestum vitsmunaleg-
um og andlegum þroska og afla
sér sem mestrar og sannastrar
þekkingar. Réttlætis meðvitundin
þarf að vera vel vakandi og skiln-
ingurinn glöggur og skýr Hið
fyrra ber að gjöra, en hið síðara
eigi ógjört að láta. Fyrsta sporið
í áttina til þess að geta tekið þess-
um framförum, er að rannsaka og
Tæra áð þekkja sjálfan sig. Hefir
maðurinn Iþá að mörgu leyti örlög
sín í eigin hendi En só fær aldr-
ei fullkomlega þckt sjálfan sig, er
eigi skilur eða þekkir neitt til sögu
þeirrar þjóðar, sem hann er kom-
inn af. Þetta er fyllilega viður-
kent, sem sýnir sig í því, að hvar-
vetna meðal mentaðra þjóða er
saga og bókmentir þjóðanna lag’t
til grundvallar fyrir sjálfri ment-
uninni, við hinar æðri skólastofn-
anir hennar. Fyrst þetta er nú
'svo, þá leiðir það sem af sjálfu
sér, að til þess að Islendingar fái
orðið, eigi eingöngu, sem beztir
borgarar í hérlendu þjóðlífi, lield-
ur sem fullkonmastir menn, beri
þeim að leggja stund á eigin tungu
og bókvísi samhliða hérlendri
mentun.
Að með þessu veitist þeim fróð-
leikur, er eigi verði fenginn með
öðru móti, kemur engum til hugar
að neita. 0g það eigi eingöngu
algengur fróðleikur, svo að mað-
urinn verði að fróðari,—heldur og
sjálfs upplýsing. Yið lesturinn,
við námið, koma þau orð og þau
-spakmæli, þær liugsanir, þær lífs-
skoðanir, til móts við lesandann,
er verið hafa leiðarljósin á hinni
horfnu framsóknar og sigurbraut
þjóðarinnar. Ekkei’t af þessu er
liuganum framandi, torskilið eður
andstætt. Hann kannast strax við
það, — af innri ávísan. Hann er
þar lieima. Þetta er skýring þess
lífs, sem hann þekkir, þeirra
drauma, tilfinninga og’ vona. Áður
en hann sjálfur var til, áður en
dagar lians urðu til, var þetta það
sem leiðbeindi, stýrði og’ styrkti
anda horfinna ættingja og frænda.
Þetta sumt er sem skilgetin syst-
kini hans, telur sig- til sömu feðra
og- mæðra, sömu nákomnu ættingj-
anna sem liann sjálfur.
Sérstæðir viðburðir og m'eð öllu
fráskildir liinni vanaOegu við-
burðarás lífsins, eru fágætir. Það
er eigi mögulegt að benda á marga
þvílíka í mannkynssögunni. En
því ótíðari sem þeir eru’ því und-
ursamlegri og lærdómsríkari eru