Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 42
TIMARIT hJÓÐRÆKNISFÉLA GS ISLENDINGA
kostanna, sem vega þar upp á
móti; láta sér svo fátt um finnast
alla leiðsögn liinna eldri og hafa
liennar ekki hálf not. í einu orði
sagt: í tunguskiftunum liggur
ekki sú allra meina bót, er sumir
gefa í skyn, livorki í kirkjustarfinu
né í öðru félagslífi vor á meðal.
Það ráð er hið mesta neyðar-
úrræði eins og sakir standa, og
ekki takandi fyr en í fulla lmefana.
Séra Jón Bjarnason talaði ekki út
í liött, þegar hann mintist á f jórða
boðorðið í sambandi við þjóðern-
is-viðhald vort hér vestan hafs.
Það verður óskiljanleg heppni, ef
hirðuleysið um íslenzkar erfðir
veldur hvergi andlegum afturkipp
í þjóðflokkinum — ef vér fámn
ekki að kenna á tilhneiging þeirri
til léttúðar og andleysis, sem vana-
lega fylgir, þegar samhengið slitn-
ar milli náinna kynslóða.
Það er þvú börnum enginn skaði,
lieldur einmitt mikill ábati, að geta
haldið við sig tungu feðranna að
einhverju leyti. Sumum finst
það þó ganga misþyrmingum næst,
eða landráðum, eða eg veit ekki
hverju, að leggja ó-enskan tungu-
málslærdóm á aumingja hörnin.
Þessi viðbára er auðvitað komin
frá innlendum. Það fylgir þeim,
sem enskuna eiga að móðurmáli,
að vilja sem minst með allan
tungumálalærdóm liafa. Þeim
finst sín tunga vera sjálfkjörið
alheimsmál, og leggja því sjaldan
hart að sér við námið á öðrum
málum, nema peninga-hagnaður
komi í aðra liönd. Andi þessi er
hýsna hávær í ýmsum Bandaríkja-
biöðum rétt sem stendur. Þau
liamast á móti hverjum aðkonmum
þjóðflokki , sem einliverja rækt
leg'gur við tungu feðra sinna, en í
sömu andránni vilja þau láta
unga rnenn sem allra flesta komast
niður í spánversku, til þess að
Bandaríkin geti haft verzlunar-
viðskifti við Suður-Ameríku. —
Vorkunn er nú reyndar sumum
“útlendingunum” þótt þeir hregði
hérlendri menningu um oddhorg-
arahátt, þegar þeir heyra annan
eins tvísöng í málgögnum liennar.
En er nú þetta satt, að það þurfi
að vera sú dæmalaus þvingun á
börnunum, og standi aukheldur
þekkingu þeirra í landsmálum fyr-
ir þrifum, ef þau verða hænahók-
ar fær á útlendri tungu ? Sé svo,
þá er gáfnafarið í vorum ættum
innan við meðallag. Það er ekkert
eindæmi, að heilar þjóðir eða kyn-
kvíslir hafa haft þekking á tveim
málum í senn, eða fleirum. 1 ríki
Rómverja var tungumálaþekking
hýsna almenn. Allir Rómverjar,
sem vetlingi gátu valdið andlega,
töluðu grísku. 1 skattlöndunum
talaði jafnvel almenningur tvö mál
eða þrjú, einkum þar sem sam-
göngur voru miklar, kunnu auk
móðurmálsins talsvert í grísku,
eða latínu, eða háðum til samans.
1 Mið-Evrópu þykir það ekki nema
sjálfsagt um hvern miðlungs-
mann að upplýsing, að hann sé
stautfær á útlendu máli. 0g eg
man svo langt, að unglingar á ís-
landi þóttust ekki hart leiknir, ef
þeir gátu fengið tilsögn í dönsku
eða ensku. IIví mega þá ekki ís-
lenzku foreldrarnir liér á slóðum
kenna hörnum sínum feðramálið,
án þess að verða sakaðir um ó-
liolla íhaldssemi og liarðneskju?