Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 52
32
TIMARIT TJÓDRÆKNISFÉLA GS ISLENDINGA
veturinn, fengu sér vínber og vín-
við til skipsins, sigldu næsta vor
til Grænlands og komu í Eiríks-
f jörð. Á meðan þeir voru í burtu,
liafði Þorsteinn Eiríksson kvong-
ast Guðríði Þorbjarnardóttur, og
vildi hann nú fara til Vínlands
eftir líki Þorvaldar bróður síns.
Hafði hann með sér hálfan þriðja
tug manna og Guðríði konu sína.
Þau velkti úti alt sumarið og vissu
þau eigi hvar þau fóru, en er vika
var af vetri, tóku þau land í Lýsu-
firði í Vestribygð. Dvöldu þau þar
um veturinn og þar andaðist Þor-
steinn úr drepsótt. En um sum-
arið fór Guðríður til Leifs Eiríks-
sonar í Brattahlíð, og þar kom þá
og Þorfinnur karlsefni utan af
Noregi og kvæntist hann Guðríði
um veturinn. Næsta sumar fóru
þau svo með 60 körlum og 5 konum
til Vínlands, og höfðu allskonar
fénað með sér, því að þau ætluðu
að byggja landið, ef þau mættu.
Náðu þau Leifsbúðum og bjuggu
þar um veturinn, og voru þar nóg
föng, enda liafði góðan og mikinn
lival rekið þar. Þar voru vínber
og allskonar veiðar og önnur gæði.
Um sumarið eftir komu margir
Skrælingjar út úr skóginum með
skinnavöru. Urðu þeir hræddir
við graðung Karlsefnis og leituðu
því til bæjar og vildu inn í húsin,
en Karlsefni lét ei leyfa þeim það;
eigi heldur vildi liann selja þeim
vopn eins og þeir sóttust eftir, en
lét konur bera út. biinyt og átu
Skrælingjar hana og’ skildu eftir
bagga sína. sem þeir Karlsefni
tóku. Lét Þorfinnur þá gera háan
skíðgarð um bæinn og síðar fæddi
Guðríður Snorra. Á öndverðum
vetri komu enn Skrælingjar og
voru miklu fleiri; liöfðu þeir enn
sem fyr skinnavöru; var borinn
fyrir þá matur, en þeir köstuðu
böggum sínum inn fyrir skíðgarð-
inn. Þá er sagt frá því, að kona
birtist Guðríði og um sama leyti
var einn Skrælingja veginn, en
hinir flýðu þá. Nú þóttist Karls-
efni mega. búast við nýrri heim-
sókn og skipaði fyrir hvernig
haga skyldi vörninni og segir þátt-
urinn greinilega frá því og' hvernig
þeir bjuggust að nota graðunginn,
sem þeir vissu að Skrælingjar ótt-
uðust. Þegar Skrælingjar svo
komu, sló í bardaga, og ráku þeir
Karlsefni þá loks á flótta inn í
skóginn. Þar segir og, að Skræl-
ingi einn hafi tekið öxi upp
og reitt að félaga sínum og drep-
ið hann. Hafi þá foringi Skræl-
ingja tekið við lienni, litið á liana
um stund og kastað síðan á sjó út,
sem lengst hann mátti. Um vorið
hélt Karlsefni aftur t il Grænlands
með mörg gæði í vínviði, berjum
og skinnavöru, og voru um vetur-
inn í Eiríksfirði. Sumarið sama
komu tveir íslendingar til Græn-
lands, Helgi og' Finnbogi, Aust-
firðingar, og' dvöldu þeir þar um
veturinn. Freydís, dóttir Eiríks
rauða, fór til fundar við þá og
taldi þá á að fara til Vínlands með
sér og' manni sínum, Þorvarði, og
skyldu þeir liafa helming allra
gæða, er þar fyndust. Fóru þau
svo um sumarið á tveim skipum
með þrjátíu vígra manna og kon-
ur um fram, en Freydís laumaði
fimm mönnum öðrum með á sínu
skipi. Sátu þau í Leifsbúðum
næsta vetur og segir frá því,