Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 58
38
TIMARIT bJóDRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA
venda, en að lialda sér við sög-
urnar íslenzbu, brjóta þær til
mergjar og reyna svo að komast
að einliverri niðurstöðu um legu
landanna, sem bér er um að ræða.
Margir liafa lagt liönd á plóginn
og tekist misjafnlega, eins og
við var að búast. Skal eg nú í
stuttu máli gera grein fyrir því
lielzta, sem um málið hefir verið
ritað.
í Grænlands sögu sinni tók Arn-
gTÍmur Jónsson lærði þetta mál
fyrst til meðferðar, og skýrir þar
frá landafundunum samkvæmt
Grænlendinga þætti, og taldist til,
að Vínland væri á 58° 26' n. br.
Grænlands sagan var þýdd á ís-
lenzku af Einari Eyjólfssyni og
prentuð í Skálholti 1688, einmitt
sama árið sem Grænlendinga þátt-
ur kom þar fyrst á prent í Ólafs
sögu Tryggvasonar. Arngrímur
þekti víst ekki Eiríks sögu. Það
gerði Þormóður Torfason; samdi
hann rit á latínu, sem hann kallaði
sögu Vínlands hins forna (Ilis-
toria Vinlandiæ antiquæ) og prent-
uð var í Kaupmannahöfn árið
1705, og skýrði þar frá efni bæði
Eiríks sögu og Grænlendinga þátts,
og líka frá því, sem um þetta var
að finna í öðrum söguritum. Ekki
þótti honum það veikja trúna á
frásögnina, að heimildunum bar
ekki saman. Það var öðru nær;
honum fanst það einmitt sönnun
fyrir áreiðanleik viðburðanna, að
ekki var skýrt frá þeim á sama
hátt bæði í sögunni og þættinum,
það sýndi sem sé, að tveir liöfund-
ar hefðu ritað um þetta, hvor öðr-
um óháðir, og gæti því ekki komið
til mála, að þetta væru lygar. En
hann lætur aðra um það að segja,
hvar þessi lönd liafi legið. Hann
fylgdi í fyrstunni skoðun Arn-
gríms um breiddarstig Vínlands
samkvíemt sólargangnum þar eftir
þættinum, og telur eins og hann
það vera 58° 26', og því muni það
vera í hinu svo nefnda Estotilandi,
sem lengi var talið liggja norð-
austan til við Ameríku; sýnir
þetta, að landfræðishugmyndir
Þormóðs hafa verið æði þoku-
’kendar, en svo var reyndar um
fleiri á þeim tíma. 1 viðbæti við
bókina breytti liann þó skoðun
sinni, kvaðst liafa misreiknað
breiddina og taldi liana nú 49° n.
br., og kom það betur heim við
landskosti þá, er sagt var að væri
á Vínlandi, og væri þess þannig að
leita í námunda við eða á New-
foundlandi.
Málið lá nú niðri í meira en heila
öld, svo að því var lítill gaumur
gefinn. Þá kom Karl Kristján
Kafn til sögunnar og gaf út árið
1837 stórmikið rit, sem hann
nefndi Antiquitates Americance,
og var þar safnað saman öllu því
úr forníslenzkum bókmentum og
annars staðar frá, er að einhverju
leyti snerti þetta efni; íslenzki
textinn var prentaður með lat-
nesikri 'þýðingu, sem gerði málið
aðgengilegt öllum mentuðum
lieimi, og svo fylgdu þar með
skýringar og ritgerðir. Rafn lét
ekkert eftir liggja, að gera alt
þetta sem bezt úr garði og var ó-
þreytandi í því að afla sér upplýs-
inga frá Ameríku viðvíkjandi
strandaskipun, landslagi og öðru
því, er að einhverju leyti mætti
kasta ljósi yfir frásagnir heimild-