Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 60
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
vegna við því að búast, að þeir
gætu ekki vel áttað sig- þar. Storm
fer varlega í það að staðhæfa nolrk-
uð fyrir fult og fast, en leiðir -sem
bezt rök að líkindum þeim, sem
liann færir fram. Hann telur lík-
ast, að Hellutand sé Labrador, því
að lýsingin á landslaginu og- dýra-
lífinu svari bezt til þess; það geti
auðvitað verið norðurhluti New-
foundlands; þar hafi þó melrakk-
ar verið sjaldgæfir svo langt sem
sögur ná. Hins vegar sé sennilegt,
að Markland sé einmitt Newfound-
land, enda hafi Evrópumenn, sem
fyrst komu þangað á 16. og 17.
öld, sérlega tekið fram skógarvöxt
þess, og líka getið þess, að ‘ísbirnir
kæmu á eyjarnar þar í kring.
Vínl-and geti maður eftir því
lielzt búist við að hafi verið Nova
Scotia. Kjalarnes væri þá norð-
nroddinn á Cape Breton Island, en
Straumsfjörður einhver af fjörð-
unum í Guysborough héraði, og
LIóp svo legið nokkuð þar fyrir
sunnan, en það verði ekki nánar
ákveðið. Furðustrandir mun þó
nokkuð erfitt að finna á þessum
ströndum, en þær hyggur Storm
hafi verið austurströndin á Cape
Breton eyjunni eða þar suður af.
Þegar þeir Þorfinnur fóru í leit
eftir Þórlialli veiðimanni, þá hafi
þeir siglt norður um Cape Breton
(Kjalarnes) og þannig komist inn
í St. Lawrence flóann og farið
suður með vesturströnd Nova
Scotia unz þeir komu að ám þeim,
er renna út í Pictou höfnina
(Pictou Harbor), þar sem þeir
sáu einfætinginn. Eftir upplýs-
ingum þeim, er liann liafði aflað
sér úr eldri ritum og frá einstök-
um mönnum, ætlar liann, að norð-
nrhluti Nova Scotia (Straums-
fjörður) liggi utan takmarka vín-
viðarins, en suðurhlutinn (þar
sem Hóps væri að leita) innan
þeirra takmarka. Hann vitnar í
ýms rit, að á fyrri tímuim, og
reyndar ennþá, liafi vilt vínber
fundist í syðri liluta Nova Scotia,
einkum kring um Annapolis.
Sömuleiðis geti eldri landkannar-
ar þess, að þar liafi víða vaxið
korn, er þeir komu þangað. Vetr-
arfarið í Straumsfirði og Hópi geti
og nokkurn veginn svarað til þess
sem eigi sér stað í Nova Scotia.
Um Skrælingjana sé það að segja,
að Islendingar hafi þegar af vopn-
um þeirra og verkfærum séð að
þeir voru samskonar lýður og sá,
er bygt hafði Grænland og látið
þar eftir sig leifar, en frekari
greinarmun hafi þeir ekki gert á
(þeim; þeir hafi ekki greint að
Eskimóa og Indíána. Þar sem nú
ólíklegt sé, að Eskimóar liafi nokk-
urn tíma búi'ð fyriri sunnan Sí.
Lawrenceflóann þykir Storm það
líklegt, að hér sé um indíánska
þjóðflokka að ræða, enda þykist
hann geta fært líkur á, að nöfnin,
sem liandteknu drengirnir gúfn,
séu ekki af eskimóiskum uppruna,
heldur indíönsk. Þá liafi Beotl,-
úkanar búið í Newfoundlandi, en
Micmacar í Nova Scotia, og liafi
það verið þessir indíönsku þjóð-
flokkar, sem íslendingar komust í
tæri við. Beyndar virðist lýsing-
in í Eiríks sögu eiga betur við
kajaka eða úmíaka (konubáta)
Eskimóa, heldur en við kanóa Ind-
íána, þó sé hún líklega ekki ósam-
ræmanleg við hiua síðastnefndu.