Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 67
VINLANDSFBRÐIRNAR.
47
menn liafi siglt meÖ ströndum
fram, þegar þeir gátu komið því
við, en ódeigir lögðu þeir þó út á
djúpið, þegar nauðsyn krafði.
Hann er algerlega á sama rnáli og
Hovgaard um ferð þeirra Þor-
finns til Yestribygðar og jafnvel
norður fyrir hana, og þykir hon-
um það sýna sjókænsku þeirra.
Þeir liafi svo fyrst komið að
landi norðarlega á Labrador og
kallað það Helluland, því næst
lent á suðausturströndu þess og
þar nmni Markland vera, frá Nain
og alt til Cape Wliittle. Síðan liafi
þeir enn siglt fram með ströndinni
og beygt inn í Belle Isle sund, séð
þá norðurodda Newfoundlands og
kallað hann Bjarney. En síðan
hafi þeir fylgt suðurströnd Labra-
dors inni í St. Lawrence flóanum,
og þar þykist höfundurinn einmitt
finna strönd, er svari til lýsingar-
innar á Furðuströndum. Strönd-
in þar er lá, mýrótt, sendin, til-
breytingarlaus og lítt vogskorin,
einkum eftir því sem vestar dreg-
ur, unz kemur í mvnnið á St. Lawr-
encefljótinu; þá verður liún dá-
lítið vogskornari, eftir því sem
lengra dregur inn; liafi þeir sjálf-
sagt álitið Saguenayfljótið vera
fjörð. Loks hafi þeir komið að
Hare Island og það sé Straumsey
þeirra; og þeir liafi haldið, að St.
Lawrencefljótið væri fjörður og
kallað það Straumsfjörð. Um vet-
Urinn hafi þeir svo bviið í eyjunni,
en það gerðu þeir ekki sam-
kvæmt sögunni, heldur dvöldu þeir
á landi, en fóru á öndverðum vetri
nt í Straumsey, og skjátlast því
höfundi þar. Næsta sumar, segir
Lann, hafi þeir svo lagt inn eftir
fljótinu og komið loks að stað
þeim, sem nú er kallaður Mont-
rnagny eða St. Thomas og liggur
við litla á, og samkvæmt nákværn-
ustu kortum þykist höfundurinn
þar finna öll þau einkenni, er land-
ið hafði í IIópi. En hann kemst í
hálfgerð vandræði með að finna
Kjalarnes, telur það þó líklega
vera Point Vaches austan við
mynnið á Saguenayfljótinu; eins
gengur lionum erfiðlega að rekja
för Þorfinns, er hann leitaði Þór-
halls veiðimanns. Hins vegar þyk-
ist hann jafnvel geta fundið nesið,
þar sem skánin var eftir dýrin, þó
ekkert nafn sé því gefið í sögunni;
])að iheldur hann sé Orignaux
Point (Elgsnes), og dregur hann
það aðallega af nafninu. Eins
þykir lionum það líka benda til
þess, að Vínland kunni að vera
hér, að Cartier á 17. öld hafi kall-
að Isle d’Orleans, eyju, sem þar
liggur nálægt, Isle de Bacchus,
vegna þess að hann fann þar svo
mikið af viltum vínberjum. Lík-
lega liafa takmörk vínviðarins leg-
ið nokkuð norðar hér inni í land-
inu en á austurströndinni, og getur
tilgáta Steensby ef til vill í því efni
staðið betur að vígi en aðrar, en
um hveitið erum við engu nær, né
með vetrarveðrið í Hópi. Eftir
þessu ætti þá sjálft Hóp að liggja
í Straumsfirði, en það kemur í
bága við söguna. Auk þess er
Montmagny ekki fullar 30 mílur
danskar frá Hare Island, og yrði
það heldur stuttur sumarleiðang-
ur fyrir röska sjómenn. Þar að
auki nær það engri átt, að þarna
liggi Vínland það, sem Leifur fann
samkvæmt sögunni. Hann hefir