Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 69
VINLA NDS FERDIRNAR.
49
þekkingu. Hann vill sýna, að Ei-
ríkur rauði liafi komist til Baffins-
lands, þegar hann var að kanna
Grænland; auðvitað er sönnunin
fyrir því bvgð á röngum skilningi
lians sjálfs. Það er engin vissa
fyrir því, að Grænlendingar liafi
komið til Baffinslands, nema ef
vera skyldi á rannsóknarferð
þeirra norður eftir árið 1266, og
getur það ekki komið til greina í
þessu sambandi. Hann segir að
Eiríkssaga sé vilhöll Þorfinni, og
eignar liann það Hauk lögmanni,
afkomanda bans. Eg' lield Nansen
liafi komið fram með líka skoðun,
en það er lítil ástæða til að ætla
það, því að sagan er eldri en
Haukur, og yrðu þvtí einbverjir
aðrir niðjar Þorfinns að hafa
skrifað liana eða lagað hana í
iiendi sér. Þó verður að gæta þess,
að Landnáma Hauksbókar hefir
ein innskotið um það, að Karlsefni
liafi fundið Yínland. Hins vegar
heldur Fossum, að Grænlendinga-
þáttur sýni arfsögu Eiríksættar-
innar, en það er erfitt að sjá,
hvernig því skyldi vera varið.
Að minsta kosti virðist þátturinn
ekki vera vilhallur í garð niðja
Eiríks, þar sem bann sviftir Leif
þeim frama, að bafa fundið Vín-
land fyrstur manna og gerir Frey-
dísi að binum versta kvendjöfli.
Af þessu, sem nú liefir verið
skráð, munu menn sjá, að það er
ekki lítill ágreiningur um lausnina
á þessari landfræðisþraut. Öllum
kemur þó saman um, að fornmenn
bafi komist til meginlands Ame-
ríku. Það gat ekki bjá því farið,
að þeir fyndu Ameríku, þar sem
þeir bjuggu í margar aldir á
Grænlandi, eins og merkur enskur
landfræðingur komst að orði. En
að finna þá staði, þar sem þeir
kornu að landi, það er þrautin
þyngri, og það tekst, að mínu áliti,
ekki fvr en einbverjar menjar eft-
ir þá finnast bér vestra. Lýsing-
arnar á löndunum í beimildunum
eru ekki nógu nákvæmar til þess,
enda ekki gott að segja, bve áreið-
anlegar þær séu. Öllum þeim, sem
þekkja bezt sögurit vor, kemur
saman um, að Eiríks sögu muni
betra að treysta en þættinum.
Tímatal bennar virðist koma bet-
ur heim við aðrar sögur. Eftir
henni ætti ferð Þorfinns að hafa
varað frá 1003 til 1006, samkvæmt
þættinum frá 1009 til 1011; hið
fyrra kemur líklega betur beim
við Eyrbyggju. En það má þó eng-
an veginn algerlega vanrækja
þáttinn, og þá kemur spurningin,
hvernig eigi að sameina hann við
söguna, og það liefir ekki tekist
hingað til, svo vel megi treysta.
Það er leiðinlegt, að leiðin til
þessara landa skyldi gleymast. A
11. öld er ekki getið um fleiri ferð-
ir en nú bafa verið greindar. en í
íslenzkum annálum er sagt frá
því, að árið 1121 bafi Eiríkur upsi
Grænlendingabiskup farið að leitr,
Vínlands, líklega í trúboðserind-
um. Er bans svo ekki frekar getið,
en sennilega befir hann ekki kom-
ið aftur úr þeirri ferð, því nokkr-
um árum seinna fá Grænlendingar
annan biskup. Enn fremur er
þess getið í annálum, að árið 1347
hafi komið skip af Grænlandi
minna en smá Islandsför; það kom
í Straumsfjörð hinn ytra og var
akkerislaust; voru á því 17 menn