Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 79
ISLBNDINGAR VAKNA.
59
fæðingu íslenzkra bókmenta. Hann
yrkir eftir nýtízku liætti, hann yrk-
ir búnaðarbálk, eins konar kenni-
ljóð uni búnað; liann yrkir eymd-
aróð, sem sýnir afleiðingarnar af
löku búskaparlagi; lnann yrkir
heimsádeilukvæði og gamankvæði
o.s.frv. Tilgangur hans með
kveðskap sínum var að kenna
landsmönnum að yrkja líkt og títt
hafði verið með Bómverjum, og
títt var þá- annars staðar í heim
inum. Kennikvæði hans má heim-
færa undir realismann gamla.
Hann liefir ritað formála fyrir
kvæðum sínum, áður en hann lézt,
og þótt hann druknaði 1768, komu
þau ekki út í heild sinni fyr en
1832, þótt Búnaðarbálkur og fleiri
kvæði hans væru gefin út meðan
hann lifði.
Áður en Eggerts Ólafssonar
misti við, var að renna upp annað
skáld, sem ekki liafði minni þýð-
ingu fyrir íslenzka menningu en
hann. Það var þjóðskáldið Jón
Þorláksson. 1768 er hann 24 ára
og byrjaður að yrkja. Kvæði Jóns
Þorlákssonar voru numin, sungin
og kveðin frá því fyrsta. Eggert
Ólafsson yrkir af lærdómi, þekk-
ingu og mentun, Jón Þorláksson
er skáldið af guðs náð. Andi iians
•er skýr og skarpur og fjörugri en
flestra annara skálda landsins.
Hann notaði þó ekki gáfur sínar
tii þess að yrkja heildarkvæði, eins
og til dæmis eru Passíusálmar
Hallgríms Péturssonar, enda má
seg'ja, að íslenzk skáld liafi lítið
gert að því. 1 öllum rímum er
sagan samin áður, og skáldið fylg-
ii‘ sögunni oftast eins og þjónn,
♦sem gengur á eftir húsbónda sín-
um og fetar í fótspor hans. Séra
Jón Þorláksson tók upp á herðar
sínar að þýða snildarljóð annara
þjóða og g'jöra þau kunn á íslandi.
Ungur byrjaði hann að þýða kvæði
eftir Tullin, og valdi sér svo livert
hlutverkið öðru stærra í sömu átt.
Hann þýddi “Tiiraun um mann-
inn” eftir Pope. Hann þýddi allan
“Paradísarmissir” eftir Milton,
og að lokum “Messíasar kviðu”
eftir Ivlopstock. Þýðingin á Klop-
stock varð hinn eiginlegi svana-
söngur þjóðskáldsins. Iiann lauk
henni, þegar hann var kominn yfir
sjötugt, haltur eftir illa læknað
fótbrot og líkamlega bugaður af
gigt og því, sem alment er kallað
fátækt, og hafði þá 'leitt til sætis á
bekk íslenzkra bókmenta aðal-
stórverk þriggja erlendra heims-
skálda. — Þótt verðlaunin kæmu
of seint, þá komu þau þó. Friðrik
VI. veitti séra Jóni Þorlákssyni
40 ríkisdala skáldalaun síðasta ár-
ið sem hann lifði. Iíenderson
biskup á Englandi útvegaði honum
30 pund sterling árlega. Sé þess-
um skáldalaunum breytt í nútíðar-
gildi (árið 1919), verða þau alls
3,300 kr. árlega. En Jón Þorláks-
son naut þeirra ekki, nema hvað
hann átti þau vís síðasta árið, sem
hann lifði. Enskur maður lagði
fram féð til að gefa út “Paradís-
armissir”. Þegar séra Jón Þor-
láksson lézt 1819, orti Dr. Magnús
Stephensen beztu erfiljóðin sín
eftir hann, og stendur þetta
snennna í kvæðinu:
‘ ‘ Svans ei framar söngvar fagr-
ir liljóma,
Suða taka hásir gæsa rómar”.
Svo mjög þótti honum hafa hljóðn-