Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 94
74
TIMARIT hJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
inum var til Iþess varið að berjast
fyrir auknum þjóðarrétti. Og eft-
ir að stjórnin var færð inn í land-
ið 1904, má sjó þess glögg og mörg
merki, að framfara-skrefin urðu
lengri, framfara-sporin dýpri en
áður Og hví skyldi þá ekki sama
lögmál gilda, þegar þjóðin er nú
fullvalda um mál sín og fram-
'kvæmdir, að framfarasporin yrðu
þá enn lengi og dýpri?
Mig lang'ar að færa nokkrar
sannanir fram urn framfarir Is-
lands hin siíðustu ár, þótt eg geti
það eigi sem skyldi, af því mig
vantar hagfræðisskýrslur íslands.
Eg- sný jnrí máli mínu sérstaklega
til Yestur-lslendinga, því Islend-
ingar heima hafa eflaust gleggri
sögu um þetta, en eg get í té látið.
Eg- vil því sérstaklega biðja hina
eldri Yestur-lslendinga, sem eru á
sama aidursskeiði og eg og rnuna
rneira og minna um ástæður ís-
lenzku þjóðarinnar ó árunum 1850
til 1870, að líta með mér aftur í
tímann og rifja upp hvernig ástæð-
ur íslenzku þjóðarinnar voru þá,
og bera það saman við það, sem
nú er. Og eg vildi hiðja hina
yngri kynslóð, sem ekki þekkir Is-
land, margt af henni^ nema af af-
spurn, að taka nú vel eftir, þegar
við gainla fólkið föruan að rifja
upp ástæður lands og lýðs frá
þeim árum. Undir yngri kynslóð-
inni er það komið, hvort vinsam-
leg systkina sambúð milli Austur-
og Vestur-lsiendinga getur liald-
ist áfram og livort íslenzkt mál og
þekking á íslandi getur haldist
hér við. Við, hinir eldri, erum nú
hráðum úr sögunni. En það hið
eg lesenduma vel að athuga, að
þessi samanburður er um ástand-
ið eins og það var alment. Það
eru alt af til menn, sem eru undan-
tekning frá því ahnenna, undan
sínum tíma, hæði í hugsun og fram-
kvæmdum.
Landbúnaðurinn.—Eg ætla fyrst
að byrja á lionum, þótt í honum sé
— því er ver — minstar framfar-
irnar á Islandi. Á æskuárum okk-
ar eldra fólksins var það næsta fá-
títt, að sléttaður væri nokkur blett-
ur í túni. Grirðingar um tún og
engi voru fótíðar, og vatnsveiting-
ar nær engar. Menn reyndu að-
eins að ‘bera á’ túnin og slá bæði
þau og sörnu engin ár eftir ár. Öil
nýbreytni í ræktun var alment tal-
in ómöguleg. Það mundi “ekki
borga sig”, að leggja í svo óviss
fyrirtæki.
Sjávarútvegurinn var a'ðallega
smá-seglbátar, sem ekki var hægt
að fara nema iskamt á og nrðu því
að standa í nausti, ef fiskurinn
kipti sér frá eða veður bagaði.
Að eins örfá stærri skip, sem mest-
megnis voru notuð til hákarla-
veiða. A þeim árum voru þó eins
og enn er, margir hraustir sjó-
menn, .sem voguðu oft lífi sínu,
enda fóru á þeim árum mörg
“lxraust bein í sjóinn.”
Verzlunin var þá nær undan-
tekningarlaust í höndum útlendra,
mest danskra. stórkaupmanna, sem
settu verð eftir eigin geðþótta,
bæði á innlenda og útlenda vöru,
og fluttu svo allan arðinn úr land-
inu jafnóðum; og ekki dæmalaust,
að þeir flyttu landsmönnum vör-
ur, sem ekki voru manna matur.
Sumir þeirra konm aldrei til Is-
lands, en höfðu háttlaunaða um-