Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Síða 105
SANTA
CLAUS”
85
í það, ’ ’ sagði Karl litli. ‘ ‘ En fyrst
að jólin eru komin, þá má eg búast
við honum Jólaskrögg á hverju
augnabliki. Iíann kemur vanalega
niður reykháfinn. ’ ’
“Hvað ertu að segja! Hver er
er þessi Jólaskröggur?”
“Enskir kalla hann Santa Claus;
en snmir Islendingar hafa nefnt
hann Jólaskrögg. — Hann kemur
með alls konar góðg-æti og leikföng
til barnanna á hverri einustu jóla-
nótt.”
“Hvaða óskapa nafn!” sagði
hinn glóhærði maður, brá liend-
inni upp að enninu og lagaði gull-
'hlaðið ofurlítið. Já, já, Jólaskrögg-
ur! Ekki nema það þó! Þetta
eru allar þakkirnar, sem eg fæ!
Þetta er öll virðingin, sem mér er
sýnd! Svona er starf mitt metið!
Eg er nefndur Jólaskröggur af
einni hinni lang-mentuðustu og
bráðgáfuðustu þjóð lieimsins! Eg
er uppnefndur og kallaður
Skrögg — Skröggur — Skröggur!
Hvorki meira né minna en
S k r ö g g u r ! En skröggur þýð-
ir refur! Og Skröggur var al-
gengt nafn á hrímþursum og nátt-
tröllum, sem reyndar voru aldrei
til, nema í ímyndun fáfróðra og
hjátrúarfullra manna. Og eg veit
ekki betur, en að einn af sonum
þeirra Leppalúða og Grýlu gömlu
væri nefndur Skröggur. En, eins
og betur fer, þá var Grýla og
hennar liyski aldrei til. Og flest
af Grýlu-kvæðunum g'ömlu voru
ort og sungin af mönnum og kon-
um, sem ekki vissu, að slík kvæði
fylla hjarta barnsins ótta og kvíða
og liafa því skaðleg áhrif — Jæja!
Jæja! Svo eg er þá nefndur
Skröggur! Eg vissi það ekki fyr.
Eg er þér þakklátur fyrir að segja
mér það.”
“Ert þú, ” sagði Karl litli hik-
andi, “ert — ert ert þú hann Jóla-
— hann Santa Claus?”
“Já, eg er kallaður Santa, eða
Santa Claus, hjá enskumælandi
þjóðum. En sumir kalla mig Klá-
us hinn lielga. Og' af sumum hefi
eg verið nefndur Nikulás hinn
góði. En hvað sem eg annars
iheiti, þá >er eg á öllum tímum og á
öllum stöðum einlægur vinur allra
barna, hvort sem þau eru hvít eða
gul, eða eirrauð, eða kaffibrún,
eða blá á litinn. Eg er æfinlega
vinur barnanna og jólanna. Og
])ú mátt kalla mig Jólabaldur, eða
Jólatý, eða Jólaguma, eða Jóla-
ver; en fyrir alla muni, þá kallaðu
mig ekki Jólaskrögg.”
‘ ‘ Eg skal kalla þig Santa, því að
það er stutt og laggott. ’ ’
“Eins og 'þú vilt.”
“En fyrst þú ert liann Santa.
þá hefirðu komið inn í höllina um
reykháfinn. ’ ’
“Iivaða ógnar fjarstæða! Ileld-
urðu að maður sé að renna sér
niður reykháfin í öðrum eins klæð
um og eg er í! Það væri falleg
sjón, eða liitt þó heldur, að sjá
mann eft.ir að hafa skriðið niður
um sótugan reykliáfinn! Og'
hvernig heldurðu að gjafirnar.
sem börnin eiga að fá, líti út, ef
þær koma þá leið? — Sussu, nei,
eg hefi aldrei verið sótari.”
“Eg liefi samt séð mynd af þér,
Santa, þar sem þú varst að fara
með fulla körfu af gjöfum ofan
mn reykháfinn á bjálkahúsi í
skógi.”