Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 111
SANTA CLAUS
91
bjöllum. Já, eg vil lieldur hlýða
á lóu-sönginn og vatna-niðinn á
vorin, en á allar þær silfurbjöllur,
sem til eru á jörðinni.”
“Það er auðheyrt, að þetta er
barn náttúrunnar, ” sagði fóstran.
“En skipið liefir meira að færa,
en ljós og silfurbjöllur/ ’ sagði
Karl litli. ‘ ‘ Það færir öllum börn-
um heimsins góðar jólagjafir,”
“Frá hverjum?” spurði Kári.
Frá honum Santa Claus.”
“Er það sá, sem sumir kalla:
Kláus hinn lielga?” spurði Lóa.
“ Já, það er liann. ”
“Er það liann Jólaskröggur?”
spurði Kári og gleðin ljómaði í
augum hans.
“Sumir kalla hann það.”
“Það er víst allra hezti karl,”
sagði Kári.
“Og liann er ósköp góður við
börnin,” sagði Karl litli.
“Eg liélt, að hann kæmi æfin-
lega á sleða, sem mörg hreindýr
ganga fyrir,” sagði Kári.
“En eg liugsaði að liann væri
ekki til nema í sögum, sem búnar
eru til fyrir lítil börn,” sagði Lóa.
‘ ‘ Eg get nú samt sagt ykkur, að
hann er virkilega til,” sagði Karl
litli. “Þetta er loftskipið hans og
heitir Huginn. 0g þið megið nú
óska ykkur einhvers. Og vitið þið
svo, hvort það, sem þið óskið,
verður ekki komið til ykkar í fyrra
málið, þegar þið farið á fætur.
Óskið þið nú. ”
“Pabbi minn segir, að vandi sé
velboðnu að neita,” sagði Kári.
“Og fyrst eg má óska mér ein-
einhvers, þá vil eg lielzt af öllu, að
það sé dálítið loftskip, sem eg get
sjálfur stýrt og ferðast á alla leið
til Ameríku. Eg vil endilega eign-
ast loftskip. Það er svo undur
gaman, að geta farið yfir sjóinn
og fjöllin eins og fuglinn fljúg-
andi! ’ ’
“Eg er ánægð,” sagði Lóa, “þó
mér sé ekkert gefið, bara ef hún
amma mín fær eitthvað gott. Hún
er búin að vera svo lengi blind.”
“Guð hefir gefið þessu barni
gott hjarta,” sagði fóstran.
“Það verður hugsað um ömmu
þína,” sagði Karl litli. “Amma
þín fær margar gjafir á morgun.
— En hvað vilt þú sjálf eignast?”
“Eg hefði gaman af að eignast
kvæðin hennar Huldu, og — dálitla
hrúðu,” sagði Lóa og leit niður
fyrir sig.
“Af hverju haðstu ekki um
silkikjól?” hvíslaði Kári að syst-
ur sinni.
“Þetta er bezt,” sagði liún.
“A morgun, þegar þið vaknið,”
sagði Karl litíi, “'þá verður hrúð-
an og kvæðabókin á borðinu við
rúmið ykkar. En verði ekki lítið
loftskip fyrir utan dyrnar á torf-
bænum hérna, þegar þið komið út,
þá fær þú, Kári litli, einhverja
aðra gjöf, sem þér verður til eins
mikils gagns og eins mikillar á-
nægju og loftskip.”
“Lofaðu mér að taka í liöndina
á þér,” sagði Kári.
“Og eg þakka þér hjartanlega
fyrir mig,” sagði Lóa.
Og systkinin tóku í liöndina á
Karli litla.
“Mig langar til að vita, hvað
þú heitir,” sagði Lóa.
“Egheiti Karl. Eg er íslenzk-
ur eins og þið. Eg á heima í Mani-
toba í Canada. Eg ætla að vera