Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 117
LÍF 1 LANDI.
97
sem liún þakkaði fyrir. Inni í
tjaldinu sátu karlinn og dóttir
lians, en þegar þau sáu peninginn
stauluðust 'þau á fætur og komu til
Jóns og réttu honum lófann. Karl-
inn var í gömlum kjólfrakka, sem
einhver hafði gefið honum!, og
stóðu berir olnbogarnir út úr báð-
um ermunum. Á höfði hafði hann
rifinn stráliatt. Bóttir hans liafðí
yfir sér sjaldruslu rifna og skitna,
hún var há og þreklega vaxin,
stórleit með tinnusvört augrn, en
fhvítan í augunum var blóðstokkin,
augnalokin þrútin, andlitið var
alsett bólum og smákýlum, var-
irnar bólgnar og 'sár á þeim. Það
fór liryllingur um Jón, þegar hann
leit framan í hana. Hann gaf
þeim sinn skildinginn hverju og
liraðaði sér í burtu. Þetta voru
nú menningar-mörkin á hinni
hraustu og frjálsu veiðiþjóð, sem
liann liafði lesið svo margar sögur
um.
Jón lagðist niður í rjóður í skóg-
inurn. Yorblærinn strauk honum
um vanga, fug'larnir sungu í trjá-
greinunum í kring, gróðrarilminn
lagði fyrir vit lians og nýir lífs-
straumar runnu eftir hverri taug.
Þarna sat hann 'sem í leiðslu og
starði út í geiminn bláheiðan og
ómælandi. Hugljúfar æskuminn-
ingar streymdu fram í liuga hans
og livísluðu um leið og þær liðu
fram hjá: “Hérerlíf. ” — Hann
hrökk upp af þessum dvala, þeg-
ar blásið var í eimlúður verk-
smiðjunnar, og nú fanst honum
hann vera kallaður frá lífinu til
dauðans. Hann reis hægt á fætur
og gekk áleiðis til verksmiðjunn-
ar. Á miðri leið stóð hann við
sem snöggvast og litaðist um.
Öðru megin blasti við grasslétt-
an, víð eins og útsærinn, með
fangið hlaðið frjósemi og farsæld,
fuglasöng og angandi gróðri. En
hinu megin var borgin, menning
hinna stóru landa. Menningin
með sofandi sál, en vinnandi
vöðva. Menningin, sem kæfir
raddir náttúruimar með vinnu-
vél-a skrölti. Menningin, sem bæg-
ir sólargeislunum og vorblænum
frá mannlífinu. Menningin. sem
stingur augun úr fegurðartilfinn-
ingunni og svíður ræturnar undan
manndóminum.
Jón leit löngunaraugum út á
sléttuna fögru, þar sem frelsið og
lífið réði ríkjum. Lífsþráin brauzt
um í brjósti hans eins og lamaður
fugl, sem horfir á eftir félögum
sínum þar sem þeir svífa burt á
lieilum vængjum, af því þeir voru
svo hepnir að komast hjá sendingu
skotmannsins. En lífsþráin dró
að sér heila vænginn; viðurkendi
vanmátt sinn; sætti sig við kjör
sín; skreið í fylgsni sitt og beið
dauðans með r-ó.
Þegar Jón kom inn í verksmiðj-
una, varð honum ógreitt um vinnu-
tökin í fvrstu. Það var eins og
ha.nn sæi ekki liandaskil, þó há-
bjartur dagur væri; hann þurfti
hvað eftir annað að bregða hendi
upp að augum sér. Vélarnar kom-
ust aftur í hreyfingu og unnu sinn
hluta v-erksins, og Jón vann sinn.
Bæði mólu gull í vasa menningar-
innar. Dagamir liðu, árin liðu,
Jón hélt áfram að vinna. Vinna
fyrir sjálfstæðinu, fyrir lífinu.