Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 122
102
TÍMARIT hJóÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
veriS í þessari lieimsálfu. Hófst
liátíðin 2. ágúst með skrúðgöngu
út í einn skemtigarð borgarinnar.
Fór gangan fram eftir lielztu göt-
um borgarinnar og bjóst kvenfólk
alt sínum ísl. búningi. í garð-
inum fluttu ræður þeir séra Jón
Bjarnason, Jón ritstj. Ólafsson og
óiafur frá Espihóli Ólafsson,
G/engu ræðurnar iit á það, að brýna
fyrir mönnum framtak og sam-
heldni og að varðveita þjóðerni
sitt hér í framandi landi. Hafði
samkoma þessi hin liollustu áhrif
á hugsunarhátt manna.
Um þetta leyti mun hafa verið
stofnaður félagsskapur meðal leið-
andi Islendinga þar í bænum, er
nefndur var Islendingafélag. x)
Yar tilgangur þess að viðhalda
andlegu lífi meðal manna þar í
bænum, með samkomuhaldi o.s.frv.
annast um hag þeirra, er þangað
voru konmir, afla upplýsinga um
þetta nýja land, útsjá hentugt ný-
lendusvæði fyrir þá, sem þangað
voru fluttir og isíðar var von, svo
að fólk dreifÖist ekki óþarflega
mikið, en fengi hal'dið við tungu
sinni og þjóðerni þar sem það
kynni að bera niður. Yerkefnið
var mikið og þarft. Vakti fyrir
sumum, að finna einn nýlendustað
fyrir alla íslenzka vesturfara. 2)
Þóttust menn sjá, að Wisconsin-
ríki væri í engan stað til þess hæft.
Vorið 1874 voru haldnir fundir
og þar afráðið að skoÖa sig um,
og rnenn kosnir til þeirra land-
skoðunarferða. Voru þannig gerð-
ir út menn, til Nebrasba-ríkis, Sig-
fús Magnússon prests frá Grenj
1) Sbr. Alm. 1900, bls. 65.
2) Jón ólafsson: Alaska. Wash. 1875,
bls. 46.
aðarstað og Jón Halldórsson eldri
úr Bárðardal.3) Að þangað var
snúið leitinni, var aðallega því að
kenna, að Torfi Bjamason liafði
farið þangað sumarið áður og fest
sér þar land. Eigi varð þó af því,
að þarna yrði tekin upp nýlenda,
þó fluttu þangað nokkrir íslend-
ingar, þá og síðar, og búa nokkrir
þeirra þar enn.
Meðan á þessu stóð, var hafin
önnur landskoðunarferð, mest fyr-
ir fortölur Jóns Ólafssonar, og
kosnir menn til þeirrar farar. Var
ferðinni heitið til Alaska og í leið-
angur þenna valdir Ólafur Ólafs-
son frá Espihóli og Jón Ólafsson.
Völdu þeir með sér Pál Björnsson
alþingism. Péturssonar prests
Jónssonar. Gaf Jón Ólafsson út
bækTing um þessa ferð (Alaska.
Lýsing á landi og landkostum o. s.
frv. Um stofnun íslenzkrar ný-
lendu o.s.frv. Washington, D.C.,
1875), er mun vera með fyrstu ís-
lenzkum ritum, prentuðum í Ame-
ríku, ef eigi hið fyrsta. En leitað
virtist langt yfir skamt með Al-
askaferð þessari, og eigi var
meira um það nýlendusvæði liugs-
að, eftir að landskoðunarmenn
komu til baka.
Sjálfstæðis - yfirlýsing
íslendinga 1874.
Haustið 1874 kom gufuskipið
“Patrekur helgi” með 365 Islend-
inga beina leið til Quebec.4) Það
var 23. sept. Vora í þessum hópi
margir hinir efnilegustu menn, er
mjög koma við sögu Islendinga
3) Jón Halldórsson: Alm. 1914. Tildrög"
til isl. nýlendustofnunar I Nebraska.
4) Sig. J. Jóhannesson: páttur íslend-
inga í Nýja Skotlandi. Alm. 1900.