Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Page 137
bJÓÐRÆKNlSSAMTÖK
117
Reykjalín, Friðbjörn Björnsson,
Haraldur Þorláksson og Jón
Pálmason. Fulltrúar voru kosnir
í binum öðrum söfnuðum nýíend-
unnar, svo og í Winnipegsöfnuði
og víðar. Yar svo lialdinn fund-
ur dagana 23.-25. janúar 1885 á
Mountain og þar samið frumvarp
til grundvallarlaga fyrir liið fyrir-
liugaða Kirkjufélag. Er fulltrúa-
fundur þessi stofnfundur “Hins
ev. lut. kirkjufélags íslendinga í
Yesturheimi”. x) Grundvallar-
laga frumvarpið var svo borið
upp til staðfestingar í hinum ýmsu
söfnuðum. Eigi náði það sam-
þykki Víkursafnaðar, vegna um-
mæla í 6. gr. laganna, er veitti
konum atkvæðisrétt og kjörgengi
til þings.1 2), né lijá söfnuðunum í
Minnesota - nýlendunni, er eigi
vildu ganga í félagið að svo
komnu. Á stofnfundinum var
séra Jón Bjarnason kosinn forseti
framkvæmdarnefndar, er boða
skyldi til þings í næstkomandi
júnímánuði meðal þeirra safnaða,
er samþykt liefðu grundvallarlög-
in. Þetta fyrsta þing kirkjufé-
lagsins kom saman í Winnipeg 24.
júní 1885. Höfðu þá 12 söfnuðir
samþykt lögin, 5 í Dakota, en 7 í
Manitoba. Átján erindsrekar
mættu þá fyrir liönd safnaðanna,
auk prestanna tveggja, og þrír
menn frá Víkursöfnuði, er stóð
fyrir utan félagið. Á þinginu
voru þeim veitt full fundarrétt-
indi.3) Fundarstjóri var kosinn
Björn Jónsson frá Ási í Keldu-
1) Sameiningin, (Sýnisblaðj Des. J885,
bls. l. Leifur: 11. febr. 1885.
2) Séra Friðrik J. Bergmann: Landnám
ísl. I N. Dak.
3) Hinn fyrsti ársfundur Hins ev. iút.
kirkjufél. ísl. I Vesturheimi, W.peg 1885.
hverfi, en skrifari Jón Ólafsson
frá Laugalandi í Eyjafirði. Breyt-
ingar voru gjörðar á grundvallar-
lögunum og þar á meðal á 6.
greininni. Að þinginu loknu sam-
þykti Víkursöfnuður lögin og
geklc í kirkjufélagið. Á þessu
fyrsta þingi var séra Jón Bjarna-
son kosinn forseti félagsins, en
Friðjón Friðriksson skrifari. Á
þinginu var samþykt að gefa út
mánaðarrit félaginu til eflingar,
og kosin 3 manna nefnd til þess að
koma þeirri samþykt í fram-
kvæmd. 1 nefndina voru kosnir:
Séra Jón Bjarnason, B. L. Bald-
vinsson og Friðjón Friðriksson.
Séra Jón Bjarnason var kjörinn
ritstjóri að tímariti þessu, er
liann skírði “Sameiningin”, og
kom fyrsta liefti þess út í desern-
ber 1885, en á reglulegri útgáfu
var eigi byrjað fyr en með rnarz
1886. Er það elzta íslenzka blað-
ið, sem út kemui’ nú hér megin
hafsins.
Eng'inn kostur er á að fara ítar-
lega út í sögu kirkjufélagsins, enda
heyrir það ekki undir efni þessar-
ar ritgjörðar; er saga þess, sem
og allra 'trúmálanna, sérstakur
þáttui' í sögu Islendinga vestan
hafs. Eftir því sem frá leið, óx
safnaðatalan. Árið 1895 er tala
safnaðanna innan félagsins 23,
árið 1905, 37, 1915, 45 og 1919,
58, en þar munu taldir söfnuðir
með, er eigi geta talist vera leng-
ur til. Svo hefir gengið frá því
fyrsta, að ýmsir hinna elclri safn-
aða hafa liætt að vera til, en aðrir
verið stofnaðir á nýjum stöðum,
eftir því sem bygðai'lögum hefir
fjölgað.