Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.04.1919, Side 144
124
TlMARIT hJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA
í lieimsálfu :þessari. ’ ’ Hélt fé-
iagið nafni þessu eftir það. All-
nákværn saga er til um félagið of-
an til ársins 1883, rituð af Sveini
Björnssyni (Péturssonar) og birt
í 5. tölubl. “Leifs”, I. ár. Sk/rt
er þar frá starfi þess og myndun
og málefnum þeim, er það barðist
fyrir fram að þessum tíma.'
Eftir nú að einstakir menn
höfðu lialdið uppi skóla um hríð,
sem frá var sagt, en orðið að
leggja íþað Verk niður, varð það
berara og brýnna, að ef framkald
átti að verða að þessu, þá varð
félagið að taka það að sér. Lá
það og líka beinast við. Stofnaði
félagið því skóla veturinn 1881—
1882. Hafði þá íslendingum fjölg-
að að stórum mun í bænum og var
alt af að bætast við í tölu þeirra
fólk, er flutti nú búferlum úr Nýja
Islandi eða kom beina leið að
lieiman. Bráðabirgðar skóla-
stjórn var kosin og var Eyjólfur
Eyjólfsson, frá Dagverðargerði í
Hróarstung-u, skipaður féhirðir
þeirrar nefndar. Kona lians var
Signý Pálsdóttir (d. 1913; komu
iþau hjón og margt skyldmenna
þeirra frá Islandi 1876 og settust
að fyrst í syðri Víðinessbygð í
Nýja íslandi, en fluttu upp til
W.peg vorið 1880.* 1) Varði fé-
1) J>au hjón komu mjög- við félagsmál öll
I W.peg framan af árum. Um Signýju Páls-
dóttur segir séra Jón Bjarnason í “Sam.”,
jan. 1914: “Um konu eina göfga I forn-
sögu Isiands, á landnámstíð þjóðar vorrar
hinni fyrri, segir svo: (“Hún) lét gjöra
skála um þjóðbraut þvera. Hún sat á stóli
og laðaði út gesti, en borð stóðu inni ok
matr á.” Slík var Signý heitin hér vestra,
á landnámstíð Islendinga hinni síðari —
hún ásamt með manni sínum. pau bjuggu
hér lengi svo að segja um þjóðbraut þvera.
Báru að því leyti af flestum eða öllum ís-
lendingum I hinni erviðu tíð frumbýlings-
lagið $235.50 til skólans þenna
vetur. Var fé þessu safnað að
mestu leyti meðal yngra fólks, er
þá vann í vistum eða að daglaun-
um. Veturinn eftir stendur fé-
lagið enn fyrir skólalialdi. Er þá
samin reglugjörð fyrir skólann:
Félagið skal kjósa skólanefnd, er
ráði kennara, ákveði námsgreinar,
haldi reikninga skólans, o. fl.
Kennarar séu ráðnir til eins mán-
aðar í senn, en ekki lengri tíma.
Skóli sé byrjaður með 15 bömum
og einum kennara, en fari nem-
endatala fram úr 25, skulu tveir
kennarar ráðnir. Kenslugjald sé
ákveðið $2.00 með hverju barni
um mánuðinn, en munaðarlausum
börnum og fátækum, er eigi geta
borgað hið ákveðna gjald, skal
veitt ókej^pis tilsögn í skólanum.
Hús og allan útbúnað skal félagið
sjá um, en skólanefndin ásamt
kennurunum hefir á hendi alt eft-
irlit með skólanum. Ivennarar við
iþenna skóla Framfarafélagsins
eru tilgreindir: Kristján Jónsson
frá Héðinshöfða (d. 1919), Krist-
rún Ólafsdóttir (gift Sveini
Björnssyni, er nú býr í Seattle,
Wash.), Stefán Pálsson (apótek-
ari, af Austurlandi), Bjarni Guð-
mundsson Dalsted2 (frá Sauða-
felli í Dalasýslu). Veturinn 1883
til ’84 varð aftur einstakur mað-
ur til að halda uppi skóla, Baldvin
L. Baldvinsson, er til Winnipeg*
kom vorið 1882. Var hann þá
áranna. pessa var meöal annars I Jesú
nafni minzt við útför hinnar framliðnu
heiðurskonu og þvi má komandi kynslóB
ekki gleyma.”
2) B. Dalsted varð síðar fyrsti kennari
við barnaskóla Vestur-Sandhæða bygðar
árið 1887 I Dakota, er alþýðuskóli var
stofnaður þar I bygðinni.