Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 56
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þessi liöfðingsháttar orð yfir Há-
lconi föllnum:
“En það er satt að segja a.f Há-
■koni jarli, að hann hafði marga
liluti til þeas að vera Höfðingi,
fyrst kynkvíslir stórar, þar með
•speki og kænsku að fara með rík-
dóminn, röskleik í ornistum og
þarmeð hamingjuna að vega sig-
urinn og drepa fjandmennina.
Manna örastur var Hákon jarl,
en ena mestu óhamingju bar slík-
ur höfðingi til síns dánardægurs.
En það bar mest til er svo varð,
að þá var sú tíð komin, að fyrir-
dæmast skyldi hlótskapurinn og
blótmennirnir, en í stað koma lieil-
ög trúa og réttir siðir.”—Þarna
grípur Snorri á þeim streng, er
hann lætur oftast ósnertan, að
forsjónin hafi unnið úrslita sigur-
inn á Hákoni jarli. Með því móti
verður jarlinn enn meiri, en ella.
Snorri Sturluson gælir ekki við
lýðskrumara. iieygarðsliornið, þeg-
ar hann mælir eftir jarlana.
Höfðingsháttur Sturlu Þórðar-
sonar jafnast á við tíguleik 'Snorra
eða vel ]>að, þegar þess er gætt, að
Snorri fjallar um stærri viðfangs-
efni. Konungshugur nýtur sín
betur við konungleg efni, en kot-
ungsmál.
Yegna rúmþrengsla vel eg eitt
dæmi aðeins úr Sturlung-u. Eg
vík mér þá að rústum Flugumýr-
arbrennu. Þar var inni brenndur
tengdasonur Sturlu, en dóttir
lians Ingibjörg leidd út úr eldin-
um berfætt og í náttserk. Þegar
lokið er frásögninni af vopna-
gangi og eldsumbrotum, sem svo
er hlutlaus að á hvorugu er liall-
að, :sem þar áttust við, lætur
Sturla (þennan eftirmála fylgja:
“Þessi tíðindi spurðust brátt,
og þótti öllum vitrum mönnum
þessi tíðindi einhver mest hafa
orðið liér á Islandi, sem Guð fyr-
irgefi þeim er gerðu, með sinni
mikilli miskunn og mildi. ’ ’
Þau ummæli Konungsslíuggsjár,
að það sé uppliaf allrar vitsku að
elska allsvaldanda G-uð, hafa sann-
ast á Sturlu Þórðarsyni, því að
þessi fögru ummæli yfir Flugu-
mýrarrústum eru óskyld látaláta
guðln-æð.slu eða uppgerðar trú-
rækni, og slíkt hið sama fjarlæg
þeim sjálfbirgingshætti, sem þyk-
ist vera á þróunarleið og viðgangs,
en er í rauninni að fara aftur á
bak—berast með straum, sem er
undirförull og beitir ofríki, þó
hæglátur virðist 1 skjótu bragði.
Hvar eru þeir bókmenntafrömuð-
ir, sem nú á tímurn mæla svo tígu-
lega yfir óvinurn sínum, eða þá
þjióðmálamenn svo höföinglega
sanngjarnir?
Bithöfundar vorir á Sturlunga-
öld voru svo að segja jafnaldrar
Sverris konungs, en sumir menn
lialda að liann lmfi samið Kon-
ungsskuggsjá. Hula óvissunnar
liggur yfir því atriði, hver er höf-
undur liennar, en liitt er víst, að
liann flutti þær ræður á manna-
mótum, sem furðu vekja og aðdá-
un, enn í dag. Eg tek til dæmis
ræðu Sverris um ofdrykkju.
Bindindisræður á vorum dögum
eru lítilmótlegar í samanburði við
hana, og bannmælgin slíkt hið
sama. — Sverrir flutti erindi
þetta á húsþingi nokkurs konar,
þar sem fjölmennt var.
“Yér viljum þakka hingaðkomu