Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 72
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
var gntShrætt, 'þótt ekki liefði það
hátt um trú sína, hefir vís,t heðið
guð þess heitt, að skipinu mætti
auðnast að komast til hafnar. Að
minsta kosti m!an eg eftir því, að
móðir mín bað þess grátandi, og’
sag-ði okkur börnunnm að biðja
þess líka. Við gerðum það auð-
vitað, þó við hefðum þá litla hug-
mynd um spennivídd þessarar
eymdar.
Yerzlunarstjórinn á Raufarhöfn
sendi hraðboða austur á Langanes
með bréf til skipstjórans, þar sem
hann mun hafa minst eitthvað á
ástandið.
Fám dögum seinna var skipið
komið inn á Raufarhöfn.”
Þetta eru ekki mjúkar minning-
ar, enda sýnir sagan ‘Þorradæg-
ur’ bezt, hve fast þessir atburðir
liafa læst sig í barns-minnið.
En nú roðar af nýjum degi í
æfi drengsins. Tíu vetra fer hann
aftur til móður sinnar, sem nú er
gift í annað sinn og farin að búa
á litlu liarðindakoti við sjóinn:
Núpskötlu við Rauðanúp, þar
dvelur hann fram yfir fermingar-
aldur. Það eru drengjaárin, þar
réttist hann úr kútnum og þessa
tímabils minnist liann með ánægju
síðar meir (sbr. kvæðin: Eg ólst.
npp við sjóinn, kvæðabók 39 og'
Sólhvörf á Sléttu bls. 71).
“Myndirnar frá Rauðanúp”
seg'ir liann (í Óðni 1911, VII. ár
bls. 4), “vekja upp fyrir mér kær-
ar æskuminningar. Við ofurlitla
vík austan undir núpnum stendur
bærinn Núpskatla—á malargranda
milli stöðuvatns og sjávar. Mölin
er mjó og stórgrýtt, svo ekki er
fært yfir hana með hesta. Aust-
ast breikkar hún ofurlítið og þar
er græddur upp túnskiki í kring-
um bæinn.
Vatnið er stórt og djúpt. Aust-
urhluti þess liggur í djúpu jarð-
falli, og er austurbakki vatnsins
gamall gjábarmur. Þar bjó liuldu-
fólldð, isem Göngu-klangi (ömmu-
bróðir minn) átti sífelt í höggi við,
þegar hann bjó í Ivötlu (líklega
um 1830). Eg kunni þær sögur
allar samian og marglifði þær upp
í huganum. Eg var tíður gestur í
hömrum huldufólksins. Þar voru
brattar brekkur, þaktar kafgrasi
undir hömrunum, en blágrænt liyl-
dýpið fyrir neðan. Oft lá eg
þarna í skjóli og' bað huldufólkið
að birtast mér1—margsærði það
um að koma til mín út úr klettun-
um, ef það væri til, eða lúka þeim
upp fyrir mér. 0g oft sofnaði eg
þar. En aldrei varð eg liuldu-
fólksins var, hvorki í vöku né
svefni. Heyrði það ekki einu sinni
skafa pottana sína....”
Það er merkilegt þetta, að hann
skyldi aldrei verða var við neitt
huldufólk, þrátt fyrir allar sög-
urnar um það og Göngu-Mangia.
Það er víst aldarandinn, sem er á
hvörfum; rétt-trúnaður og hjátrú
eru að nússa tök á lýðnum, raun-
sæisstefnan liggur í loftinu. Og
drengurinn virðist hvorki vera
trúhneigður né trúgjarn. Idann
slær slöku við kverið, en hug-urinn
er allur við Islendingasögur og
Þúsuud og' eina nótt. Kvæði lær-
ir hann öll, er hann nær í. Hann
er allur í bókum, en þykir latur til
verka og smalamensku. En það
var raunar fleira! en bækurnar,
sem vildi tefja hann frá smala-