Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 98
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
argang, ” sem Islendingnm var svo
tíðrætt um, að nafn lians var á lof ti
hvar sem hann kom á íslenzhra.
manna mót. Yildi Jón koma meÖ
honum %
Jú, Jón var til með það, hafði
ekkert viðbundið, og ekki heyrt
til þessara ótímabæru friðar post-
ula langa lengi. Það var gaman að
hlusta á upphrópanir þeirra, stöku
sinnum........
Breiðsalur var nokkurnveginn
þétt setinn þegar þeir Hannes og
Jón gengu inn, og fundur byrjað-
ur. Fyrstu orð sem þeir heyrðu
voru þessi:
“Er nokkur sá faðir, nobkur sú
móðir, hér inni, sem ekki vill and-
mæla því glæpsamlega athæfi Can-
adastjórnar, að ætla sér að draga
soninn úr foreldrahiisum, til fórn-
færingar á blótsstöllum auðvalds-
ins?”
“Þarna sérðu nú Sólarganginn
og heyrir kvarnarhljóðið!” hvísl-
aði Jón að Hannesi.
Fundurinn fór friðsamlega fram
og ræðurnar góðar, í sinni röð, en
einkennilegar að því leyti, að þær
voni lielzt ekkert nema upphróp-
anir frá upphafi til enda. Til-
gangurinn var augsýnilega sá, að
hrífa tilfinningar áheyrenda frem-
ur en vit þeirra og skilning. Af og
til heyrðust mótbárur, þegar ein-
hver ræðumanna fór sérlega gapa-
lega með efnið, eða þegar svo frek-
lega var beitt í vindinn, að hætta
var á að hvolfdi kænunni. En mót-
bárurnar voru veigalitlar, enda
engum þeirra gefinn gaumur.
Það varð hlutverk IJannesar að
koma með mótbáru, sem tekin var
til greina, Seinasti ræðumaður-
inn á dagskrá reyndist svo frekju-
fullur og tvinnaði svo kænlega
saman rétt og rangt, satt og ósatt,
að Hannesi var ofboðið. Hann
spratt úr ;sæti sínu nálægt dyrum
og kallaði með svo hárri og drynj-
andi í’ödd, að ræðumaður þagnaði:
“Álítur ræðumaður virkilega
drengilegt og okkur sæmandi að
neita meðborgTn'um okkar á víg-
svæðum Frakklands og Belgíu um
þá liðveizlu og þau björgunartæki,
sem þeim eru lífsnauðsynleg?”
“Eg er kvaddur hingað til að
ræða alvörumál, en ekki til að
þræta við einn eða annan um ein-
feldningslegar spurningar,” svar-
aði ræðumaður og’ ætlaði að halda
áfram, en rödd Hannesar yfir-
gTiæfði hans í annað sinn.
“Sé spurning mín einfeldnis-
leg, þá er vitmanni innan handar
að svara lienni umliugsunar-
laust. ”
Fundarstjóri stóð þá upp og’
bauð Hannesi fimm mínútna mál-
frelsi, eftir að ræðumaður lyki
sínu máli, en þó því aðeins að
hann kæmi upp á pallinn.
Mörgu liýru auga var skotrað til
þessa hervædda trölla þegar hann
stikaði inn ganginn og upp á ræðu-
pallinn. Og svo tígulegur var liann
og fyrirmannlegur, að ræðumenn-
irnir allir á pallinum risu sem
einn maður úr sætum sínum og
heilsuðu honum. Hann var herða-
breiður og svo hár vexti, að hann
bar höfuð og herðar yfir hvern
liinna og í augum fundaraianna
var hann auðveldlega “fjögra
maki.” Þegar liann snéri sér að
fundarmönnum, duldist engum, að
hér var sann-íslenzkur maður,—