Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 134
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ekki tekist til, að tekið liafi verið
fyrir þroska vorn, íslenzkra manna,
í þúsund ár. Jæja, hvað sem um
það er, þá er vissuleg'a ómaksins
vert að gera sér grein fyrir, livern-
ing þeim þroska var áður farið,
að því leyti, sem vér getum gert
oss hans grein, og hann hirtist í
stofnunum þjóðfélagsins. Enginn
þekkir sjálfan sig, sem ekki þekk-
ir að einhverju leyti sína eigin
þjóð og hennar forlög, sigiur og
ósigur. Með því einu móti er þess
nokkur kostur að átta sig á, livort
maður er sjálfur að stefna aftur
á bak eða áleiðis. Það vill svo til,
að nú er mikið talað manna á með-
al um heimferð til íslands 1930.
Hvað sem úr þeirri för verður, þá
er sá atburður, sem minn-
ast á, frábærlega merkur fyr-
ir 'Oss — engu síður fyrir oss,
sem liöfum farið hingað vestur um
haf og telcið oss hér bólfestu, held-
ur en fyrir liina, sem heima eiga
á Islandi. Athöfnin verður til
þess, engu síður fyrir oss en þá,
að gerður verður upp reikningur-
inn að einhverju levti um það,
livort vér höfum ástæðu til þess
að líta svo á, sem oss hafi hnigaiað
svo, að stefnt sé til dverglífs í
samanburði við það, sem búast
liefði mátt við. Fyrir þá sök ætla
eg ekki að biðja neinnar afsökunar
á því, þótt eg drepi hér á örfá at-
riði ,sem að þessu máli lúta.
Mörgum kann að virðast þessi
ameríski sagnfræðingur taka alt
of djúpt í árinni með orðum þeim,
er eg hafði eftir honum, er hann
þykist finna hjá liinni íslenzku
þjóð ákveðnari og greinilegri ein-
kenni þess, en annarsstaðar, sem
sé innst inni í hugsjón og vilji
hinna germönsku þjóða. En sé
það rétt, sem liann segir, þá er það
víst, að vér liöfum ástæðu til þess
að búast við, að með þjóð vorri séu
faldir vaxtarmöguleikar, sem vér
höfum vanrækt nokkuð eða ekki
veitt nándar nærri þá athygli,
sem vert er og skylda vor að gera,
ef vér viljum vera sjálfum oss trú.
En er þetta rétt ? Yar eitthvað að
gerast, þegar íslenzflv þjóð var sett
út úr og fjarri öðrum þjóðum, sem
vert sé að taka eftir ?
Ameríkumaðurinn s e g i r, að
menning Iþeirra manna, sem fyrst
komu til Islands, liafi verið lirá,
og að mörgu leyti nokkuð svolaleg.
Þetta er vafalaust rétt að tölu-
verðu leyti.*) En þó eru menn
ekki búnir að vera nema sem svar-
ar æfi einnar kynslóðar í landinu,
þegar (komin eru upp liéraðaþing í
mörgum sveitum, og vitrir menn
hætta eldd fyr, en samþykt er að
gera alt landið að lögskipuðu þjóð-
félagi. En þeir lirapa að engu.
Þeir velja þann manninn, sem
kunnastur var fyrir lögvísi allra
landsmanna og láta hann rannsaka
löggjöf móðurlandsins, Noregs,
í þrjú ár með tilhjálp hinna spök-
ustu manna, til þess að átta sig á
liverju eigi að hafna og hvað eigi
að nota í liinu nýja landi. Og hver
verður svo árangurinn? Þeir gera
*) Hinsvog'at' er heldur enginn vafi á því,
að langsamlega of mikið orð hefir á þessu
verið gert. F. C. S. Schiller telur líklegt
að þjóðlífssaga íslands, er numið hafi ver-
ið af ótömdum einstaklingshyggju-mönn-
um, varpi Ijósi yfir aðferðir lífsins til þess
að temja einstaldinginn (Tantalus or the
Future of Man). Líklegast er í flestar áttir
betra að leita eftir slíkum dæmum.