Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 49
UM ÍSLENZK FOSSANÖFN Á RÚSSLANDI
15
jg Rómverjar svo fengiÖ nafnið
frá þeim. Hvorug skýringin get-
ur borið sig og hið sama er um
skýring Tliomsen á nafni Rússa.
Hún er röng. Það þarf meira að
segja ekki mjög nána þekkingu á
íslenzku til að finna skyldleik
orðsins Rússar við íslenzk orð og
eig. merkingu þess. Norðmenn
eru ljósir eða rauðbirknir á brún
og brá og væri íslenzkum nýyrði
nú falið á hendur að gefa mönn-
um nafn af þeirri einkunn, þá
mundi hann óðar rjúka í hljóð-
skiftisstofna sagnarinnar rjóða
og búa til rusi eða rosi eða fara
eftir álíkum kauði, kusi, rauði,
rusi. Rússar er tengt sögninni
rjóða og merkir eig. rauðleitir
eða rauðbirknir menn en ekki
ræðarar eða róðrarmenn; sbr.
lieitið Rauðr; rosi, dumhrauðleit-
ur blær á lofti, er raki og mistur
veldur og þykir vita á regn eða
storm; rosahaugur um sól; sbr.
og ensk. russet, rauðbrúnn, rus-
setting, roðleitt epli, dansk. rust
ryð, sænsk. rost og þýsk. Rost
sama. Hin uppliaflega mynd
orðsins er Rusar. Frá frænd-
þjóðum vorum hefir það komið til
Islands með hljóðlenging, Rússar,
þá er fyrnd voru heitin Garðar og
Girzkir. Rússar eru isjálfsagt
sama og Reiðgotar. Þingalög
þeirra eða héruð munu liafa ver-
ið nefnd Reiðlög, eftir rauðleiti
þeirra. Reið er af roð, beygingar-
stofni sagnarinnar rjóða, liljóð-
varpsstafarinn, hið stungna ö,
ýmislega ritaður æ, ey og jafnvel
ei.
Rússar liafa nafn sitt af yfir-
bragði Norðmanna og kemur það
vel heim við það, að ríkið liafi
upphaflega verið norrænt. A.
Torps nýnonska orðtengðaorða-
bók fer með þá getgátu, að sænsk.
ryss og mss, ofsamaður, hávaða-
maður kumii þó eig. vera þjóð-
lieitið Rússar. Óhætt er að for-
taka það. Hin sænsku orð eru
tengð íslenzka stofninum hrus
sagnarimiar hrjósa og eins norsk.
russ, grýla, og dansk. rus, háskóla
nýsveinn, og merkingar orðanna
kvíslast greinilega úr eig. merk.
ísl. hrysingr, sá, sem manni hrýs
við; hrani; hranalegt framferði.
Nýsveininum er eignaður skortur
á siðfágan stofnunarinnar.
Sjö fossalieiti eru enn fremur
nefnd til sönnu um norrænan upp-
runa Rússa ríkis. Heiti þessi eru
töld í riti Konstantínus keisara
porphyrogenitus, De adminis-
trando imperio, á tveim tungum,
Rússnesku og iSlafnesku. Þau
eru lögð út í ritinu og er heiti
annarrar tungunnar sammerkt
því lieiti, sem kemur á eftir því á
liinni. Rússnesku heitin eru nor-
ræn. Það sýnir tvímælalaust, að
Rússar liafi verið Norðmenn og
talað norrænt mál. Fossarnir
era allir í Dnieper fyrir neðan
Kænugarð á leiðinni ofan til
Svartahafs og voru hinn versti
farartálmi á ánni, því að draga
varð skipin á landi um fossana.
Ofboð eðlilegt er, að Norðmenn
liafi gefið fossunum nöfn á sinni
tungu, þegar þeir fóru að tíðka
ferðir um ána, og hafa þeir þá
uefnt þá eftir slafnesku heitun-
um. Því eru nöfnin sammerkt.
Vilhelm Thomsen hefir fært lieit-
in úr grískri stafsetning til ís-