Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 42
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
setur í Kiew (Kænugarði). Eftir
dauða Hræreks tók Oleg (Helgi)
við ríki í Hólmgarði, hann feldi
þá Höskuld og Þé frá ríkjum og
sameinaði löndin í eina ríkisheild
með höfuðaðsetri í Kænugarði.
Ríkið var kallað Garðar eða
Garðaríki af Norðmönnum líklega
af því, að þeir gerðu sér garð þ. e.
virki eða vígi, á aðsetrum sínum
til vara og varnar við aðsúgi
landsmanna, og stóð frá Eystra-
salti nálega suðnr til Svartaliafs.
Dnieper réð mærum að vestan, en
austan við Moskowa-hérað bjuggu
Tartarar og norður hvarf ríkið
vfir 60 mælistig’ norðl. breiddar út
í frostmyrkur og forynjugerma
Gandvíkur-héraða. Það var kögg-
ullinn, sem veldi Rússa hnauðst
saman um. Austurvíkingin lengd-
ist með stofnan ríkisins ofan
Dnieper suður á Svartahaf og
Garða-konungar fóru oftar en eitt
sinn leiðangur til Miklagarðs.
Norðmenn sóttu af Norðurlönd-
um austur til Garða; fóru þaðan
í víkingu suður á Svartahaf og
herjuðu um suðurstrendur ])ess
og gerðu nafni Væringja og Rússa
sama orðstírinn í Austur-Róma-
ríki og Norðmönnum var sunginn
í vestlægri Evrópu og Miðjarðar-
hafslöndum. Þegar löndin kristn-
uðust, gengu Norðmenn á mála í
Miklagarði og gerðust hin fræga
lífvarðansveit stólkonun 'g s i n >s,
Væringja sveitin, sem yngdist ár
og síð og alla tíð upp af Norður-
löndum, af þeim, er sóttu þangað
til að leita sér fjár og frama, af
skógarmönnum og Jórsala förum
þeirra. Ríkið stóð með miklum
lúóma á dögum Jarisleifs kon-
ungs, Valdimarssonar, Sviatos-
leifssonar. Ingvarssonar, Hræ-
rekssonar þess, er reisti Hólm-
garð, og var þá mikið athvarf
Norð[manna. Þangað leitaði Ól-
afur helgi Haraldsson, er hann
flúði úr landi fyrir ofríki Knúts
hins ríka, og þaðan efldist hann
af Jarisleifi til að sækja aftur til
ríkis í Noregi, sem lauk með falli
hans í Stiklastaðaorrustu, og aust-
ur til Garða flýði Ilaraldur Sig-
urðsson úr orrustunni, þá 15 vetra,
eins og segir í sögiu hans; og þar
dró hann saman, í austurvíking
og forystu sinni fyrir Væringjum,
]>að ógrynni gulls og silfurs, sem
hann helmingaði seinna við
frænda sinn, Magnús góða, gegn
hálfum konungdómi í Noregi.
Sú varð raunin Garðaríki, að
enginn má við nmrgnum. Það
hlaut sömu niðurlög og ríki Norð-
manna í Normandi og ríki þeirra
á Sikiley. Þá er Norðmenn ílend-
ust eystra og mægðum jók með
þeim og landsmönnum, þá yfir-
bugaði Slafneskan þá smásaman.
Norrænan rénaði og hvarf og
landið varð aftur alslafneskt.
Það hjálpaði og til, að Eystra-
.saltslöndin gengu snemma undan
og svo brutu Tartarar niður suð-
urhluta ríkisins. Nöfnin Garðar
eða. Garðaríki og Ginskir liðu und-
ir lok fyrir heitunum Rússía og
Rússar, sem Slafar tíðkuðu, og
svo algerlega fyrndi minninguna
um afrek og athafnir Norðmanna
þar í landi, að sumir rússneskir
fræðimeim eru til með að eigna
Slöfum norræn verk ofan í tví-
mælalaus sögurök alveg eins og
sumir norrænufræðingar eiga það