Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 141
NÍUNDA ÁRSÞING
107
Styrkur til deildarinnar “Brúin”
Selkirk ...................... 50.00
Greiddur ferðakostnaður ......... 96.64
Kostnatiur við þinghald 1927 .. 40.00
Alls nema eignir félagsins eftir matskrá
yfirskoðunarmanna, í bókum, peningum
og útistandandi auglýsinga gjöldum í 9.
árgangi Tímaritsins $8,790.64, og þó ó-
talinn 9. árgangur ritsins, en á honum hvíla
skuldit; prentun, aúglýsingasöfnun, rit-
laun, o. s. frv.
Féhirði var þökkuð skýrslan, og sam-
kvæmt tillögu frá A. P. Jóhannssyni,
henni vísað til væntanlegrar fjármála-
nefndar. B. B. Olson las þá upp af hálfu
endurskoðenda, svohljóðandi skýrslu:
“Tiíl Þjóðræknisfélags íslendinga i
Vesturheimi, Herra forseti, háttvirtir
þingmenn:
Vér, sem kosnir vorum til að yfirskoða
reikninga og eignir félagsins, leyfum oss
að leggja fyrir yður eftirfarandi álit og
skýrslur embættismanna félagsins. Oss
er sönn ánægja, að lýsa því yfir að vér
höfum fundið reiknings'höld í góðu lagi;
bækur rétt færðar og alt vel af liendi leyst;
ennfremur að fjárhagur er nú betri og
blómlegri en nokkru sinni áður.
Vér finnum að hjá skjalaverðieru
nokkur (gömul) eintök Tímaritsins, færð
til reiknings hjá fyrv. útsöilum., er hæpið
mun að talin verði til eigna. Ueggjum vér
því til að stjórnarnefndinni sé theimilað
að strika þessar skuldir af bókum skjala-
varðar, sem hann og stjórnin telja óinn-
heimtanlegar.
Fjármlálaritari hefir komið fjármála-
ritarabókunum í ágætt lag og á hann mikl-
ar þakkir skilið fyrir það starf sitt á ár-
inu. H 1 ’ 'i^T!
Féhirðir Ieggur fyrir yður skýrslu sem
óefað er sú bezta er enn hefir verið Iögð
fram á þingi. Honum hefir ekki ein-
göngu heppnast að innheimta á liðnu ári
stærri upphæð fyrir auglýsingar en nokk-
uru sinni áður heldur hefir hann safnað í
“Tímaritið”, sem nú er prentað og verð-
ur lagt fram hér á þinginu, auglýsingum,
er nema $2,573.00. Er það meira en nokk-
uru sinni áður hefir verið. ÖIl skjöl og
bækur hafa verið nákvæmlega yfirskoð-
aðar, og er oss ánægja að votta að alt er
það rétt og verk hans í þarfir félagsins
unnið með dugnaði og hagsýni. Oss er
því ánægja að leggja til, að um leið og
þingheimur tekur við þessum skýrslum
embættismanna sinna, votti hann þeim
og félagsstjórninni allri þakklæti sitt fyrir
vel unnið starf á árinu.
Winnipeg 18. febr. 1928.
B. B. Olson,
Walter Jóhannsson,
Yfirskoðunarmenn.”
Tillaga þessi var studd og samþykt í einu
hljóði.
Formaður dagskrárnefndar J. F. Krist-
jánsson, lagði þá fram eftirfarandi
skýrslu:
Dagskrárnefndin leggur til að eftirfar-
andi dagskrá sé fylgt:
1. Þingsetning,
2. Ársskýrsla forseta,
3. Skipun kjöfbréfanefndar,
4. Skipun dagsikrárnefndar,
5. Skýrslur annara embættismanna og
milliþinganefnda,
6. Sveitardvöl ísl. barna úr Winnipeg,
7. Bókasafn félagsins,
8. Húsabyggingarmál,
9. Útgáfumlál, “Tímaritið” o. fl.,
10. Samvinnumál við ísland,
11. Söngkenzlumál,
12. íslenzk kensla,
13. Útbreiðislumál,
14. íslandsför 1930,
15. íþróttamál,
16. Björgvinsmál,
17. Löggilding félagsins,
18. Kosning emibættismanna kl. 2 e. h.
síðasta þingdag, 23 febr. 1928.
19. Ný mál.
Winnpeg 21. febr. 1928.
J. Kristjánsson, Á. Sædal, A. B. Olson.”
Enn var ekki komin s'kýrsia kjörbréfa-
nefndar. Las þá forseti upp skvrslu frá
stjórnarnefnd deildarinnar “Frón” í
Winnipeg, og afhenti ritara: gat þess að
nefndarálit yrði ekki afgreidd fyr en
gengið væri frá skýrslu kjörbréfanefnd-
ar, er úrskurði hverjir væri atkvæðisibær-