Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 74
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
an í 'Iívanndalab.jörgnm, sem er
eitt af beztu kvæðum hans:
Úfinn er sjór fyrir utan Fljót.
Ströndina hamrammar hols'keflur lemja,
hamrarnir sílaöir stynja og emja.
NorSanhríS æsir það öldurót.....
Eða óveðurslýsing-arnar í Óttu-
söngnr, Vetur, Norðri og víðar.
Það er ekki að furða, þótt drengi-
urinn harðni í sambúð við þessa
ómjúku náttúru, úr því hún kreisti
ekki úr honum lífið á barnsaldr-
inum. Og sjálfu skáldinu eru á-
hrifin fullljós, er hún hefir haft á
skapgerð hans og menningu:
Rammi NorSri, vetrarvaldur ,
voSamynd—og þó svo hrein !
Nafn iþitt gýs sem gustur kaldur
gegn um kulvís heimsins Ibein.
Beyg úr deigum 'bjálfum bristir
bylja þinna gletnisdans;
lians er fé og frægö sem gistir
firnaströnd þíns Bjarmalands.
Hreyisti, afl og erfSastæling
alt þitt líf í svipnum ber.
Innri glóö gegn ytri kæling
er hiS fyrsta boS hjá þér.
Ríki Noröri, veöravaldur,
vetrarás með snjóug lönd; ,
þeim er vel, sem ala aldur
undir þinni víkingshönd.
Frjálst og einart fang þú býöur,
frækni og dáö til heiöurs ber,
enginn níðings-andi skríður
undir vinarsvip hjá þér.
Engin bæn þinn anda mýkir,
ajldrei mjúk er kveðjan þín.
Vetur undir rifjum ríkir,
rausn og tign á svipnum skín.
En hin langi norðlenzki vetur á
þó fleira í fórum sínum, en frost
og hríð. Því í köldu skauti sínu
ber hann þá liátíðina, sem bezt
hefir yljað íslenzkum börnum um
langan aldur: blessuð jólin. Og
litli drengurinn í Kötlu fer ekki
varhluta af jólunum, það sýna oss
jólasögur skáldsins. 1 þeim segir
hann oiss af tillilökkun sinni til jól-
anna; hann telur dagana, og rifj-
ar upp sögurnar urn jólasveinana,
sem koma 9 nóttum fyrir jól. Og
hann lýsir aðfangadeginum, sem
aldrei ætlar að líða og endar loks
með ógurlega löngum Jónsbókar-
lestri, með tilheyrandi sálmasöng
og bænagerð; og það er dæmalaus
kross fyrir drenginn að þurfa að
hafa frið alla tíð á meðan. En
svo koma sigurlaunin: jólamat-
urinn, jójlaljósin, jólagjafirnar,
þótt ekki sé nema bryddir skór til
þess að forða frá jólakettinum,
og loks jólaleikirnir—alt þetta er
jólagleði. Og jólagleðin er söm
við >sig í kotinu, þar 'sem’ draga
verður af viðbitinu til að steypa
jólakertin, ogi hátíðamaturinn er
aðeins fáeinar laufakökur úr sáld-
uðu rúgmjöli,*) eins og á efna-
heimilinu, þar sem skömtuð eru
stór istykki af magálum, bringu-
fcollum, kjöti, sperðlum og rúllu-
pylsum, og ofan á öllu saman er
heil varða af laufakökum, 8—12 á
hverjum diski; en jólakertunum,
einu eða tveimur, er svo stungið
inn undir allan staflann.**)
Og að liinum langa vetri lokn-
um kemur vorið og sumarið, sem
breytir Sléttunni um hríð í “nótt-
lausa voraldar veröld.” Menn
lesi kvæðið ‘Sóllivörf á Sléttu’
(kvæðabók bls. 71) :
í ibjörgunum hreiörar sig bjargfugla fans,
á þárunum lundann dreymir;
*)Porradægur.
**)J61asaga úr sveitinni.