Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 166
Kvikfjárræktarsamlög Bænda
The Central Livestock Co-operative
Limited er nafniö á sölustofnun þeirri,
sem annast alt kvikfé, sem kemur á mark-
aðinn í St. Boniface frá Samvinnufélagi
kvikfj árframleiöenda i Alberta, Samvinnu
markaðslfélagi kvikfjárræktarmanna i
Saskatchewan og Sanwinnufélagi Ikvik-
fjárframleiðenda í Manitoba.
31. des. 1928 lauk fyrsta árinu vi'ð þessa
verzlun, og liafði þá verið annast urn
1,861 járnibrautarvagíi af kvik'fé. Var
þetta imteiri verzlun en nokkurt annað
verzlunarfólag á markaðinum hafði ann-
ast.
Þetta skiftiist þannig samkvæmt fylkj-
unum:
Frá Manitoba .... 897 vagnar.
Frá Saskatchewan 924 vagnar.
Frá Alberta ......... 40 vagnar.
Grundvalilar atriði þessa samvinnufé-
lagsskapar um sölu á kvikfénaði er samn-
ingur framleiðendans, sem með undir-
Skrift siinni lofar að selja í gegnum fé-
lagið á samvinnuhátt alla kvikfjárfram-
leiðislu sína meðan samningurinn er við
lýði.
1 Afberta hafa um það bil tuttugu og
fjögur þúsund framleiðenda undirritað
samning. Samvinnufélag kvikfjárræktar
framleiðenda i Al'berta annaðist um helm-
inginn af allri sölu á mörkuðunum í Cal-
gary og Edmonton.
Samvinnu markaðöfélag kvi'kfjárrækt-
anmanna í Saskatchewan hefir nálægt því
tólf þúsund undirskriftir framleiðenda
Á mörkuðunum í Moose Jaw og Prince
Albert annaðist félagið yfir 50% af allri
sölu.
Samvinnufélag kvikfjárframleiðenda í
Manitoba bóf starfsemi sína 1. október
1927. Nú eru komnar um fjögur þúsund
undirskriftir og á St. Boniface markaðin-
um er annast um nálægt því 30% af allri
umsetningu.
Tilgangur þessara fylkisfélaga er að
hafa samvinnu um alla sölu á kvikfén-
aði og leitast við að útvega framleiðend-
anum sem al)lra ibezt verð fyrir vöru sína.
Menn eru sannfærðir um að ef framleið-
endur slá sér nógu margir saman til þess
að ráða yfir allmiklum hluta af gripum
þeim, 'sem á markað eru sendir, þá sé unt
að hafa þau áhrif að verðið á markað-
inum verði stöðugra og áreiðanlegra; með
þvi er e'kki verið að reyna að hækka verð-
ið svo mikið að neytendur ekki geti keypt
þáð, semi þeir venjulega æskja af kjöti.
Samvinnuhugsunin er heilbrigð, og vér
viljum skora á alla framleiðendur að taka
höndum sarnan við samvinnufélagsiskapinn
um sölu á kvikfénaði og selja í samein-
ingu, heldur en að iselja fjárkaupmönn-
um og nautarekum. Þetta félag er eign
framleiðenda og midir þeirra stjórn, og
hefir það að markmiði að þjóna þeim á-
batalaust.
Nú er verið að vinna að því að koma
upp félagsskap er nái yfir alt Canada,
með fulltrúum frá öllum samvinnufélög-
um um kvikfjárræktarsölu í landinu.
Markmið þessa félags er að koma á sam-
steyptari markaðsháttum yfir endilangt
landið.