Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 46
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
wick (Jon—iTweed) (Beruvíli);
Bjarnarey er norðan við Héraðs-
flóa, en Bareray (Beruey eða
Bjarnarey) er í Suðureyjum, önn-
ur norður af Ivist (North Uist),
hin norður af St. Kilda; Barnes
(Berunes) geng-ur út í Thames
o g Bearwind (Berubugur) er
þorp á Englandi, ef eg fer rétt
með það, en Neenvinden (Norð-
bugur eða Njarðbugur) er í
Belgíu, sögufrægur fyrir ósigur
Engla fyrir Frökkum 1693 og
Frakka fyrir Austurríkismönn-
um 1793. Á Bretlandi er Norton
*)í "Tímanum” (tölubl. 40) I sumar bar
fyrir mig orðskýring á Björgvin tekin úr
norsku blaði eftir Hakon Hock-Nielsen á
þessa leið:
“Björgvin (eða Bjargvin) þýðir því ek'ki
eingöngu “grasslétta milli fjalla (önnur
norsk orðskýring) heldur rjðður (vinr) af-
markað með birkikvistum og lögverndaður
verzlunai-staður." parflítið er að vera að
bera aðrar eins orðskýringar miili landa,
og þessar eru, sem eiga ekki neina fætur
til að standa á. Bæjarnafnið merkir hvorki
grasslétta milli fjalla né rjðður afmarkað
birkihríslum. Björgvin, Björgyn merkir eig.
Bjarnar, Beruhöfði, sama og Njarð- eða
Norðhöfði. Norðkyn, eins og drepið er á
I meginmálinu; samsett af stofni bjarnar
bjar- og viðskeytinu gvin, gyn, í raun réttri
hvin, hyn, því h er skift við g I því, af
hljóðskiftis rðtdnni ’hva, hu, ho, lcúpu og
skálar merkingar og er tengð týndrar sagn-
ar sterkrar, hvinna, sem hefir haft áþekka
merkingu og sagnirnar hvolfa, hylja, hjúpa,
sem henni eru samrætar, og enn frekar má
ráða af afrunaorðum hennar húnn, hús,
hosa, hvönn, hvinska. Sjálfstætt kemur
viðskeytisorðið fyrir sem eyjarheiti, H(v)inn,
Hvin, Hyn við Hálogaland, þ. e. hveley eða
ey með bungumynduðum hæðum og sömu
merkingar eru forskeytisorðin I Hvinis-
fjörðr í Noregi, Undhóll (Hundhðll) í Skaga-
firði, Hundeyjar og Hundver og Vinisdalr I
Noregi og I-Iundatún, bær á Englandi
Hundington, öll komin af beygingarstofn-
um sagnarinnar hvinna o. fl. Fyrir utan
Björgvin kemur orðið fyrir I fjörgvin eða
fjörgyn eig. það, sem hvolfir um eða hjúp-
ar fjörið, lifið, þ. e. jörð. H-laust kemur
það einnig fyrir bæði I viðskeytum og sjálf-
stætt og er merking þess auðsæjust í sam-
skeytingnum fjölvinjaðr í niðurlagi 43. vísu
(NjarÖtún), en Barenten (Beru-
tún) er útnorður a£ BúSuborg’ í
Nonnandi. Bárenstein (Beru-
steinn) er í Saxlandi, í Wurtern-
berg' er Nerislieim (Norð- eða
Njarðlieimur), en Birnam (Beru
lieimur eða Birnuheimur) útnorð-
ur a!f Pertli í Skotlandi og- Bar-
men, hið sama, norðaustur af
Köln. Svo er Berlin sama og
Nördlingen, sem siðabótarmönn-
um má vera minnisstæður úr þrjá-
tíu ára stríðinu. 1 Noregi er
Nordkyn (Norðhöfði) og Bergen,
á Islenzku Björgyn, Björgvin,* og
Háttatals Snorra: fjölvinjaðr hylr Penju,
falr meldr alinveldi, hylur arma fáanlegt
gullið fjölvinjað, þ. e. fjölhvelt eða fjöl-
bungað, sem er með mörgum bungum eða
bólum. Professor, Dr. Pinnur Jónsson
hleypur órýnið eftir norskum vaðli, er
hann leggur orðið út I danska Lexicon poet.
Svb. Egilss.: “Som hviler paa mange enge.”
Sömu merkingar er viðskeytið I Hlóðyn,
sem líka er, vitaskuld, misskilið i lexíi-
ltoninu. Pinnur heldur eig. merkingu
þess: “noget opstablet,” “omgærdet græs-
vang”? Viðskeytið sé yn^>vin og fram-
hlutinn hlað-, sbr.: Hlað I Hlaðgerðr.
Framhlutinn er sjálfsagt ekkert skyldur
hlað- í kvenn-nöfnum, heldur orðstofnun-
um hlá-, hlæ-, hlý- og kominn af beyging-
arstofni veiku sagnarinnar hlæja, (hláða,
hláðr sbr. æja, áða, áðr), hláð, sem sé hlað-
yn, hljóðverpt sakir u-hreims viðskeytis-
ins i hlóðyn (u-hljóðvarp hins langa as) eig.
sú, sem hvoifir um, hjúpar hlýið, lífshit-
ann þ. e. jörð, sbr. fjörgyn.
Tvímælalaust merkir hvin, vin, eig.
bunga, hvel eins og nú er þráfaldlega sýnt.
Af því, að góð graslendi eru tíðum á höll-
um og ennum slikra hæða, mun runnin
óeig. merking orðins, engi. Vinland eða
Vinjarland kölluðu feður vorir hérað það,
er þeir komu að í Vesturheimi og merkir
heitið þá bunguland, kúpuland eða öldu-
land öllu heldur en engjaland. Mikið hefir
verið reynt til að ráða til þess, hvar land-
ið hafi verið, eftir tilvísan sögunnar og
ssögulegum atriðum, en aldrei hefir heiti
landsins verið tekið til hjálpar, þvi menn
hafa ekki skilið það. Vera má að hægast
sé þó að komast að þvi af heitinu ásamt
sögunni að athuguðum háttum staðanna,
er samnefndir eru eins og að framan grein-
ir.