Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 77
JÓN TRAUSTI
43
er Watlme vildi vera láta. Hvort
þetta er bólistaflega satt, skal nú
látið ósagt.—Þorsteinn var nm
þetta leyti ritstjóri ‘Bjarka,’ sem
var svarinn andstæðingnir Anstra
—en orðrómurinn nægir, og all-
mjög minnir þetta á konsúlinn og
ritstjórann á Borgum. En skáld-
inu mátti vera nákumiugt um þessa
hluti alla, því eftir liálfs annars
ars sjómensku á Mjóafirði réðst
hann einmitt til Skafta Jósefs-
sonar, ritstjóra ‘Austra’ til þess
að nema prentiðn og var þar um
nokkur ár (1893-95). A þeim ár-
um bar það enn til tíðinda, að
kirkja fauk á Vestdalseyri, en
prestur gaf söfnuðinum kost á að
taka við henni og byggja hana
livar sem þeim sýndist. En menn
urðu ekki á eitt sáttir, og spunnust
af þessu deilur nokkrar (Austri
23. jan. 1895). Þetta er nú að vísu
varla í frásögiur færandi, en þó
minnir það á deilurnar um
kirkjustaðinn 1 Borgum. Og loks
er á það að líta, að þótt eigi verði
vart fríkirkjuhreyfingar á Seyð-
isfirði á þessum árum (að því er
'SéÖ verður af blööunum) þá var
sú hreyfing þó einmitt austfirzk
að uppruna, eins og knnugt er, og
hafði tíu árum áður valdiÖ tölu-
verðu róti á hugum manna í þeim
landsfjórðungi (sbr. Austri I
1883, bls. 268, 277). Enn má og á
það minna, að prestur SeyÖfirð-
inga á þessum árum var enginn
veifiskati og lítt við alþýðus'kap,
en oss brestur kunnugleik til að
gera nánari samanburÖ á skapgerð
þeirra Torfa gamla.
Það er því að vorri liyggju ó-
hætt að fullyrÖa, að Borgir sé
hlaðnar úr austfirzku blágrýti.
En auk sagnabálksins, sem
tengdur er við GrundarfjörÖ, má
enn minna á tvær smásögur, sem
bera það meÖ sér, að þeim er í
sveit komið á Austurlandi. Það
eru 'SÖgurnar ‘ Þegar eg var á
fregátunni,’ sem ýmsir hafa talið
einhverja hina beztu af smásög-
um iskáldsinsl og ‘Einyrkinn. ’
Landslagið og erlendu fiskidugg-
urnar (franskar, færeyskar1?) —
hvorttveggja er tvímælalaust
austfirzkt.
Það er næsta auðskilið mál,
hvað komiÖ liefir unglingnum til
að leggja árar í bát á Mjóafirði
og ráðast í þess stað í prentverk-
ið á Seyðisfirði. Mentaþráin var
það auðvitað. Hjá Skafta átti
hann eflaust kost fleir.i bóka en
nokkurntíma áður, og þar gafst
lionum ennfremur kostur á að
kynnast erlendum málum bæði á
bókum og' í tali; því á SeyðisfirSi
mun danska í þann tíð liafa verið
mjög í hávegum höfð af betri
borgurum, en bærinn var auk þess
fullur af Norðmönnum, eins og sjá
má meðal annars af ‘Heiðarbýl-
inu II’. Þess. má geta, að á þess-
um árum birtir skáldið líklega í
fyrsta sinn ritsmíð sína, því 1893
gefur hann á sinn kostnað út við-
aukablað með 21. tbl. ‘Austra,’ er
ókunnugt er oss livað í blaÖi því
hefir staðið.*) Hvað sem því líð-
ur, þá er auðráðið, að órói og útþrá
æskumannsins sjóða í blóði hans,
o.g liann situr ekki af sér tækifæri
*)Vantar 1 eintakið á Cornell University
Library.