Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1931, Blaðsíða 129
ÁRSÞING
111
Júl. Jóhannesson. Attu þá sæti í nefnd-
inni auk hans, þeir J. J. Bildfell, for-
maður, Jakob Kristjánsson skrifari, séra
Kögnv. Pétursson gjaldkeri, Árni Egg-
ertsson, Asm. P. Jóhannsson, Joseph T.
Thorson, séra Jónas A. Sigurðsson og
Guðmundur Grímsson dómari. En bætt
var við: W. H. Paulson þingmanni frá
Leslie, Gunnari B. Björnssyni fyrrum
ritstjóra, og síðar þeim séra Ragnari
E. Kvaran og Sigfúsi Halldórs frá Höfn-
um ritstjóra.
Nefndin hélt nú áfram starfi sínu við
að auka og efla samböndin við hinar
dreifðu bygðir Islendinga, og einkum þó
við að ná sem haganlegustum farkosti
fyrir væntanlega heimfarendur, hjá
flutninga- og eimskipafélögum. Áður
hafði nefndin fengið ákveðið loforð hjá
Sameinaða gufuskipafélaginu, um að
fargjaldið skyldi ekki verða hærra en
$172.00 fram og til baka frá Montreal.
En nefndin var ekki ánægð með það.
Henni fanst að taxti sá, er ákveðinn var
á milli Canada og Bretlands, ætti að
gilda til Islands í þetta skifti, en far-
taxti sá nam $150.00 báðar leiðir frá
Montreal. Félögin, sem nefndin átti við
um þetta, féllust á, að krafa sú væri
sanngjörn, þar eð vegalengdin til Islands
frá Montreal væri styttri en frá Mont-
real til Liverpool á Englandi. En á
meðan á þeim samningstilraunum stóð,
voru hafin opinber mótmæli gegn stefnu
nefndarinnar í fjármálunum, og enda í
sambandi við stefnu og gerðir hennar í
fleiri málum.
Breyttist nú aðstaða öll í málinu. Það
var ekki lengur sameiginlegt mál allra
Vestur-Islendinga, heldur kappsmál vissra-
manna eða málsaðila, að skipuleggja för-
ma á annan hátt en Heimfararnefndin
hafði ákveðið. Skifti það fólki í flokka.
Mér dettur ekki í hug að fara að rifja
þá raunasögu upp hér, né heldur að færa
fram rök eða ástæður fyrir því, að all-
ar sameiningartilraunir urðu að engu,
°S þar af leiðándi gerði sameiginlegt
ferðalag ómögulegt, það alt er mönnum
í fersku minni. En á áhrifin, sem sú
andstaða hafði, á verk og verkahring
Heimfaramefndar, verð eg að minnast
með nokkrum orðum.
Fyrst. — Hún skifti Islendingum í tvo
andstæða flokka, sem báðir höfðu sama
takmark, en greindi á um aðferð til
að ná því takmarki.
Annað. — Þetta skifti heimfarendum,
svo að kapps og orku þurfti að neyta til
að efla hópana, sem aftur krafðist ferða-
laga og kostnaðar, sem þeim er ávalt
samfara.
Þriðja. — Það veikti áhrif beggja
málsaðila til hagkvæmra farsamninga,
og ekki sízt eftir að andstæðingar nefnd-
arinnar höfðu samið við flutningafélag
um flutninginn á heimfarendum þeim, er
í þeirra hópi yrðu, þá urðu allar samn-
ingatilraunir að engu, þvi öll hin stærri
eimskipafélög tilheyra hinu svokallaða
North Atlantic Conference (Norður-At-
lantshafssambandinu), sem öllu ræður
um slíka kosti og lætur eitt yfir alla
ganga, og það eina er, að sá hæsti far-
taxti, sem sambandið getur innheimt,
skuli standa.
Þegar þannig var komið, sömdum við
Heimfararnefndarmenn við C. P. R. fé-
lagið upp á sama taxta og Sameinaða
félagið gekk inn á að veita 1927 — hinn
svonefnda Kaupmannahafnartaxta, eða
$172.00 frá Montreal til Reykjavíkur og
til baka aftur á 3. farrými. Um niður-
sett far á öðrum farrýmum var ekki að
ræða. Eitt atriðið i samningum þeim, er
nefndin gerði við C. P. R., var það að
hún skyldi verða aðnjótandi fyrir hönd
þeirra, sem á hennar vegum færu heim,
vanalegra sölulauna, á eimskipafarbréf-
um þeim, er Islandsförum yrðu seld, en
það eru $12.00 á fullu farbréfi — far-
bréfi fram og til baka á þriðja flokks
farrými, og 5 prósent á fyrsta flokks
farrými, og voru það, eins og nú var
komið málum, aðaltekjur nefndarinnar,
en eigi innheimtanlegar fyr en ferðin
var hafin, auk $5000.00 tillags frá stjórn-
unum í Saskatchewan og Manitoba.
Þótt samningar væru þannig ákveðn-
ir við flutningafélagið, var heimfarar-
nefndin ekki laus við allan vanda í því
sambandi. Einlægar snurður voru að
falla á, nálega fram á siðustu stundu
áður en farið var, sem kröfðust úrlausn-
ar, og varð nefndin að senda • erindreka