Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 24
2 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA manns, því nær sem maður stendur atburðunum. Rögnvaldur Pétursson var fæddur 14. ágúst árið 1877 að Ríp í Hegra- nesi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Pétur Björnsson og Mar- grét Björnsdóttir, sem þar bjuggu þá. Pétur, faðir Rögnvalds, var fæddur 1844 á Narfastöðum í Við- víkursveit. Faðir hans var Björn Jónsson málari, bróðir Péturs Jóns- sonar, sem lengi bjó á Hofstöðum, langafa Hermanns Jónassonar, nú- verandi forsætisráðherra íslands. — Faðir Björns var Jón trésmiður í Lóni í Viðvíkursveit, Björnssonar prests í Stærra-Árskógi (dáinn 1763). Kona Jóns í Lóni var Sigurlaug, systir Hallgríms djákna, en þau voru börn Jóns Hallgrímssonar, bróður séra Gunnars í Laufási, föður Gunn- ars, föður Tryggva, hins alþekta at- hafnamanns fyrir og eftir síðustu aldamót. Móðir Péturs, föður Rögn- valds, var Ragnheiður dóttir Guð- mundar í Sólheimagerði í Blöndu- hlíð Þorvarðssonar frá Möðruvalla- klaustri í Hörgárdal. Margrét móðir Rögnvalds var dótt- ir Björns bónda á Auðólfsstöðum, Ólafssonar, bróður séra Arnljóts Ólafssonar. Ólafur var sonur Guð- mundar Skagakóngs í Höfnum á Skaga. Móðir Margrétar var Filipía, dóttir Hannesar prests og skálds Bjarnasonar á Ríp, en móðir Filipíu var Margrét Snæbjörnsdóttir, prests á Möðruvöllum Halldórssonar bisk- ups Brynjólfsonar á Hólum. Þau Pétur og Margrét fluttust frá Ríp að Ytri-Brekkum árið 1882. En ekki voru þau þar lengi, því ári síð- ar fluttust þau vestur um haf. Það sama ár, 1883, fluttist mesti fjöldi fólks af Norðurlandi vestur, sem kunnugt er, enda var þá hart í ári á íslandi. Kallaði séra Rögnvaldur stundum í spaugi þann brottflutning “herleiðinguna miklu.” Þegar vest- ur kom, héldu foreldrar hans til ís- lensku bygðarinnar í Norður-Dakota, sem þá var fárra ára gömul. Fjöldi fslendinga og annara landnema hafði sest þar að, og var búið að velja það besta úr landinu. Pétur nam land skamt frá Hallsson-pósthúsi, á Sand- hæðunum, sem svo eru nefndar; en það eru lágar, sendnar öldur. Frum- býlingsárin voru afar erfið þar, sem annars staðar í nýbygðunum. Menn byrjuðu að rækta jörðina og unnu tíma og tíma burt frá heimilum sín- um í hinum eldri bygðum sunnar í ríkinu, eða hvar sem einhverja vinnu var að fá. Arður af akuryrkjunni var seintekinn fyrstu árin. Rögnvaldur var sex ára, þegar foreldrar hans sett- ust að í Dakota, og mundi vel eft- ir flestu frá fyrstu búskaparárum þeirra þar og nágranna þeirra. Mint- ist hann oft á fátæktina og baslið á þessum fyrstu landnámsárum. Þó mun foreldrum hans hafa búnast all- vel, eftir að erfiðleikar fyrstu áranna voru yfirstignir; enda voru þau bæði starfsöm og mikil sparsemi mun hafa verið viðhöfð á heimilinu. Pétur var hæglátur maður og mesta ljúf- menni í allri umgengni, Margrét var gáfukona og ör í skapi. Þau bjuggu í Dakota bygðinni fram undir alda- mót og ólu þar upp syni sína fjóra: Björn, Rögnvald, Ólaf og Hannes. Síðar fluttu þau til Saskatchewan fylkisins og bjuggu þar um tíma, en síðustu árin voru þau á Gimli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.