Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 24
2
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
manns, því nær sem maður stendur
atburðunum.
Rögnvaldur Pétursson var fæddur
14. ágúst árið 1877 að Ríp í Hegra-
nesi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar
hans voru Pétur Björnsson og Mar-
grét Björnsdóttir, sem þar bjuggu
þá. Pétur, faðir Rögnvalds, var
fæddur 1844 á Narfastöðum í Við-
víkursveit. Faðir hans var Björn
Jónsson málari, bróðir Péturs Jóns-
sonar, sem lengi bjó á Hofstöðum,
langafa Hermanns Jónassonar, nú-
verandi forsætisráðherra íslands. —
Faðir Björns var Jón trésmiður í
Lóni í Viðvíkursveit, Björnssonar
prests í Stærra-Árskógi (dáinn 1763).
Kona Jóns í Lóni var Sigurlaug,
systir Hallgríms djákna, en þau voru
börn Jóns Hallgrímssonar, bróður
séra Gunnars í Laufási, föður Gunn-
ars, föður Tryggva, hins alþekta at-
hafnamanns fyrir og eftir síðustu
aldamót. Móðir Péturs, föður Rögn-
valds, var Ragnheiður dóttir Guð-
mundar í Sólheimagerði í Blöndu-
hlíð Þorvarðssonar frá Möðruvalla-
klaustri í Hörgárdal.
Margrét móðir Rögnvalds var dótt-
ir Björns bónda á Auðólfsstöðum,
Ólafssonar, bróður séra Arnljóts
Ólafssonar. Ólafur var sonur Guð-
mundar Skagakóngs í Höfnum á
Skaga. Móðir Margrétar var Filipía,
dóttir Hannesar prests og skálds
Bjarnasonar á Ríp, en móðir Filipíu
var Margrét Snæbjörnsdóttir, prests
á Möðruvöllum Halldórssonar bisk-
ups Brynjólfsonar á Hólum.
Þau Pétur og Margrét fluttust frá
Ríp að Ytri-Brekkum árið 1882. En
ekki voru þau þar lengi, því ári síð-
ar fluttust þau vestur um haf. Það
sama ár, 1883, fluttist mesti fjöldi
fólks af Norðurlandi vestur, sem
kunnugt er, enda var þá hart í ári á
íslandi. Kallaði séra Rögnvaldur
stundum í spaugi þann brottflutning
“herleiðinguna miklu.” Þegar vest-
ur kom, héldu foreldrar hans til ís-
lensku bygðarinnar í Norður-Dakota,
sem þá var fárra ára gömul. Fjöldi
fslendinga og annara landnema hafði
sest þar að, og var búið að velja það
besta úr landinu. Pétur nam land
skamt frá Hallsson-pósthúsi, á Sand-
hæðunum, sem svo eru nefndar; en
það eru lágar, sendnar öldur. Frum-
býlingsárin voru afar erfið þar, sem
annars staðar í nýbygðunum. Menn
byrjuðu að rækta jörðina og unnu
tíma og tíma burt frá heimilum sín-
um í hinum eldri bygðum sunnar í
ríkinu, eða hvar sem einhverja vinnu
var að fá. Arður af akuryrkjunni var
seintekinn fyrstu árin. Rögnvaldur
var sex ára, þegar foreldrar hans sett-
ust að í Dakota, og mundi vel eft-
ir flestu frá fyrstu búskaparárum
þeirra þar og nágranna þeirra. Mint-
ist hann oft á fátæktina og baslið á
þessum fyrstu landnámsárum. Þó
mun foreldrum hans hafa búnast all-
vel, eftir að erfiðleikar fyrstu áranna
voru yfirstignir; enda voru þau bæði
starfsöm og mikil sparsemi mun hafa
verið viðhöfð á heimilinu. Pétur
var hæglátur maður og mesta ljúf-
menni í allri umgengni, Margrét var
gáfukona og ör í skapi. Þau bjuggu
í Dakota bygðinni fram undir alda-
mót og ólu þar upp syni sína fjóra:
Björn, Rögnvald, Ólaf og Hannes.
Síðar fluttu þau til Saskatchewan
fylkisins og bjuggu þar um tíma, en
síðustu árin voru þau á Gimli.