Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 26
4
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ríkjunum og kennararnir við hann
yfir höfuð mjög frjálslyndir menn.
Stefna skólans var sú, að kenna guð-
fræðina eins og hún væri kend við
guðfræðisdeildir hinna stærstu og
bestu háskóla, og án þess að binda
nemendurna við nokkrar sérstakar
kenningar eða hefta hugsunarfrelsi
þeirra hið minsta. í skólann fengu
inngöngu á þeim árum efnilegir og
vel gefnir ungir menn, þótt þeir
hefðu eigi lokið námi við lærðan
skóla (college). Var námstími þeirra
fjögur ár, og var námið að nokkru
leyti sniðið eftir þeirra þörfum. Til
þess að útskrifast með mentastiginu
B.D. (Bachelor of Divinity), urðu
þeir, sem minni undirbúning höfðu,
að leysa af hendi mikið aukanám.
Margir útskrifuðust án þess að taka
mentastig. Skólinn hafði venjulega
milli tuttugu og þrjátíu nemendur
og sex eða sjö kennara. Viðkynning
nemendanna hver við annan og kenn-
arana var, eins og gefur að skilja,
mjög náin og skólalífið yfir höfuð
örfandi og skemtilegt.
Meðal kennara skólans voru það
einkum tveir, sem eg hygg, að hafi
haft mikil áhrif á Rögnvald, meðan
hann stundaði nám þar. Annar
þeirra var dr. George Lowell Cary,
sem var forstöðumaður skólans 1891
til 1902 og hafði verið kennari þar
frá 1862. Dr. Cary var fræðimaður
mikill og ljúfmenni hið mesta, hann
var og allra manna glöggskygnastur
á hæfileika manna. Aðal kenslugrein
hans var nýjatestamentis-fræði (New
Testament Literature). Rögnvaldur
mintist oft á dr. Cary með mikilli
virðingu og hlýleika, bæði vegna
mannkosta hans og lærdóms. Hinn
kennarinn, sem mun hafa haft einna
mest áhrif á hann, var prófessor
Francis A. Christie, sem kendi
kirkjusöguna, sem aðalgrein, en auk
þess grísku og fleira. Próf. Christie
var mjög fjölmentaður maður, las
fjölda tungumála og var sagnfræð-
ingur ágætur. f fyrirlestrum sínum
um kirkjusöguna fór hann jafnan
mikið út í hina almennu menningar-
sögu kristinna þjóða og útskýrði
með afbrigðum vel allar hreyfingar
og stefnur innan kristninnar. Einnig
var hann mæta vel að sér í sögu
heimspekinnar og gaf oft ágætar
skýringar á ýmsum heimspekisstefn-
um, þótt hann aldrei kendi heim-
speki. Tel eg víst, að það hafi verið
áhrifum próf. Christie að þakka, að
mjög miklu leyti, að hugur Rögn-
valds snérist jafnan mikið að sögu-
legum efnum, og að hann talaði
gjarnast um trúarbrögðin frá sögu-
legum sjónarmiðum. Auk þessara
tveggja, mintist hann oft á próf.
George W. Gilmore, sem var einn af
kennurum hans, og kendi gamlatesta-
mentis-fræðin og trúarbragðasögu.
Aftur á móti varð eg ekki var við,
að aðrir kennarar skólans hefðu haft
mjög mikil áhrif á hann.
Rögnvaldur útskrifaðist frá Mead-
ville vorið 1902 með mentastiginu
B.D., og næsta haust fór hann til
Cambridge, Massachusetts, til fram-
haldsnáms við Harvard-háskólann.
Hafði hann til þess námsstyrk (Per-
kin’s Fellowship), sem veittur var
guðfræðinemum, sem fram úr skör-
uðu, af The American Unitarian As-
sociation. Innritaðist hann þar í guð-
fræðisdeildina, en lagði jafnframt
stund á forn-germanska málfræði
(gotnesku). Heyrt hefi eg, að for-
stöðumaður deildarinnar (the Dean),