Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 27

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 27
RÖGNVALDUR PÉTURSSON 5 sem líklega hefir þá verið próf. Wil- liam W. Fenn, hafi látið í ljós undr- un sína yfir því, að hann valdi got- nesku í stað hebresku, sem guðfræð- isnemar venjulega lásu; og að Rögn- valdur hafi svarað, að gotneskan væri í sínum augum heilagt mál, af því hún væri elsta germanska málið, sem nokkuð fyndist ritað á. Hvað sem þessu líður, las hann þetta ár trúfræði (Systematic Theology) und- ir próf. Fenn, og lét vel af kenslu hans. Yfirkennarans við germönsku máladeildina, sem mig minnir að héti Schofield, mintist hann eitt sinn í samtali, eftir því sem eg best man, en ekki held eg, að honum hafi þótt hann neinn afburða kennari. Þetta ár, sem Rögnvaldur stundaði nám við Harvard, voru þar tveir aðrir íslendingar við nám, þeir Vil- hjálmur Stefánsson, landkönnuður- inn frægi, og Þorvaldur Þorvaldsson úr Nýja-íslandi. Vilhjálmur lagði fyrir sig mannfræði (anthropology) en Þorvaldur lagði stund á eðlis- fræði og efnafræði. Þessir þrír ís- lendingar voru mjög handgengnir hver öðrum og mynduðu félag með sér. Þorvaldur dó árið 1904 og var harmaður mjög af öllum, sem hann þektu, enda var hann mikill gáfu- og dugnaðarmaður. Vinátta þeirra Rögnvalds og Vilhjálms hélst meðan báðir lifðu. Vorið 1903 kom Rögnvaldur til Winnipeg og tók við Únítara-söfn- uðinum þar, sem séra Magnús Skaptason hafði þjónað nokkur ár, uns hann fluttist burt úr Winnipeg til Pine Creek í Minnesota árið 1899. Hafði þá ekki verið fastur prestur við söfnuðinn þrjú til fjögur ár. Að vísu hafði séra Magnús messað hjá honum af og til, eftir að hann fluttist burt úr bænum, og eins höfðu þeir Rögnvaldur og Jóhann P. Sólmunds- son, sem var við nám í Meadville tvö ár samtímis Rögnvaldi, en útskrif- aðist þaðan ekki, messað við og við fyrir söfnuðinn árin 1901 og 1902 í sumarfríum sínum; og veturinn 1902-3 þjónaði Jóhann söfnuðinum stöðugt. Annan ágúst um sumarið var Rögnvaldur vígður og settur í embætti sem prestur safnaðarins af séra Magnúsi, sem var forseti hins íslenska únítariska kirkjufélags, er stofnað var 1901, og Rev. F. V. Haw- ley, sem þá var ritari vesturdeildar Únítara-kirkjunnar í Bandaríkjun- um (Western Conference). Eins og að líkindum lætur, hafði starfsemi safnaðarins hnignað all- mikið þau árin, sem hann var prest- laus, og var því ærið verkefni fyrir höndum, þegar séra Rögnvaldur tók við honum. Starfi hans þau árin, sem hann var prestur hans, verður nánar lýst í þeim kafla þessarar rit- gerðar, sem f jallar um starfsemi hans í kirkjumálum Vestur-íslendinga. Séra Rögnvaldur þjónaði söfnuð- inum stöðugt sex ár, eða til hausts- ins 1909. Þá gerðist hann útbreiðslu- stjóri (Field Secretary) hins íslenska únítariska kirkjufélags og hafði það starf á hendi þrjú ár. Ferðaðist hann á þeim árum almikið um sumar ís- lenskar bygðir og vann að útbreiðslu frjálsra trúarskoðana. En þá gerð- ist sá atburður, að Baldvin L. Bald- vinsson, eigandi og ritstjóri blaðsins Heimskringlu, seldi prentsmiðju sína og blaðið. Stofnuðu nokkrir íslend- ingar í Winnipeg félag (The Viking Press Co.), sem keypti hvort tveggja, og var séra Rögnvaldur ráðinn rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.