Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 36
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
mælsku. En hann heimtaði fyrst og
fremst, að ræður væru vel samdar;
og í því brást honum sjálfum sjaldan
bogalistin.
III.
Þjóðræknisstarfið.
Eins og fram hefir verið tekið, var
þjóðræknisstarfið annar aðalþáttur-
inn í lífsstarfi séra Rögnvalds. Mér
er ekki kunnugt um fyrir hvaða á-
hrifum hann hefir orðið í æsku, sem
glæddu þjóðernismeðvitund hans;
en það er víst, að strax sem ungur
maður mat hann íslenskt þjóðerni
mjög mikils. Hann hefir eflaust,
eins og börn hinna fyrstu íslensku
innflytjenda yfirleitt, heyrt stöðugt
talað um ísland; hann hefir hlustað
á ótal sögur af munni foreldra sinna
og annara, sem hann umgekst sem
barn, um landið og lífshætti og siði
fólksins; því tíðast dvaldi hugur
eldra fólksins “heima”, þar sem það
hafði eytt bestu árum æfi sinnar.
Eins og margir aðrir gáfaðir og nám-
fúsir unglingar, hefir hann lesið þær
íslenskar bækur, sem völ var á. Að
öðru leyti er ekki sjáanlegt, að áhrif-
in í íslensku nýlendunni í Norður-
Dakota hafi getað miðað til þess sér-
staklega, að rótfesta hjá æskulýðn-
um þar óvenjulega aðdáun á því,
sem íslenskt var, og ræktarsemi til
þess. Að vísu var þar mikil andleg
vakning meðal manna, en hún birtist
fyrst og fremst í auknu víðsýni í trú-
málum, vaxandi áhuga fyrir stjórn-
málum og viðleitni til þess að til-
einka sér ameríska menningu. Hinir
yngri menn bygðarinnar um það
leyti, sem séra Rögnvaldur var að
komast til vits og ára, hafa eflaust
verið einn hinn þróttmesti og fram-
gjarnasti flokkur ungra íslendinga,
sem til hefir verið nokkursstaðar
vestan hafs. En þeir voru naumast
íslenskari í anda en aðrir, sem komið
höfðu börn frá fslandi, eða fæðst hér
á fyrstu landnámsárunum. Fyrsta
áhugamál þeirra allra, og hin mesta
nauðsyn, var það, að leggja alla
stund á, að nema enska tungu, svo að
þeir gætu kept við aðra menn á sem
flestum sviðum; orðið hlutgengir í
lífsbaráttunni í nýja landinu.
Eg hygg, að það hafi verið hin
sögulega þekking séra Rögnvalds,
sem hann lagði grunvöllinn að á
skólaárum sínum, og hin sögulegu
viðhorf, sem sú þekking skapaði,
sem mest og best glæddu hjá honum
aðdáun á íslenskri og norrænni and-
legri menningu og meðvitundina um
þjóðernisleg verðmæti. Hann hafði
mikla sögulega þekkingu, og hann
sá glögglega samhengið milli nútím-
ans og liðna tímans; með öðrum orð-
um: hann leit á alla menningu, trú-
arbrögð og bókmentir, með augum
sagnfræðingsins. En, eins og kunn-
ugt er, er viðhorf sagnfræðingsins
oft æði mikið frábrugðið viðhorfum
manna, sem ekki hafa sagnfræðileg-
an fróðleik fram yfir hið venjulega.
Vísindamaðurinn í þrengri skilningi,
líffræðingurinn t .d. eða efnaíræð-
ingurinn, lítur vanalega á lífið fra
sjónarmiði sinnar vísindagreinar; og
hann skortir hið stærra heildaryfirlit
yfir hreyfingarnar í mannfélaginu,
sem eiga rót sína að rekja fyrst og
fremst til hugsjóna og stefna, trúar-
bragða og siðspeki aldanna. Sagn-
fræðingurinn og heimspekingurinn
aftur á móti hafa þessi stærri heild-
aryfirlit, þótt þá skorti nákvæmni og