Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 36
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA mælsku. En hann heimtaði fyrst og fremst, að ræður væru vel samdar; og í því brást honum sjálfum sjaldan bogalistin. III. Þjóðræknisstarfið. Eins og fram hefir verið tekið, var þjóðræknisstarfið annar aðalþáttur- inn í lífsstarfi séra Rögnvalds. Mér er ekki kunnugt um fyrir hvaða á- hrifum hann hefir orðið í æsku, sem glæddu þjóðernismeðvitund hans; en það er víst, að strax sem ungur maður mat hann íslenskt þjóðerni mjög mikils. Hann hefir eflaust, eins og börn hinna fyrstu íslensku innflytjenda yfirleitt, heyrt stöðugt talað um ísland; hann hefir hlustað á ótal sögur af munni foreldra sinna og annara, sem hann umgekst sem barn, um landið og lífshætti og siði fólksins; því tíðast dvaldi hugur eldra fólksins “heima”, þar sem það hafði eytt bestu árum æfi sinnar. Eins og margir aðrir gáfaðir og nám- fúsir unglingar, hefir hann lesið þær íslenskar bækur, sem völ var á. Að öðru leyti er ekki sjáanlegt, að áhrif- in í íslensku nýlendunni í Norður- Dakota hafi getað miðað til þess sér- staklega, að rótfesta hjá æskulýðn- um þar óvenjulega aðdáun á því, sem íslenskt var, og ræktarsemi til þess. Að vísu var þar mikil andleg vakning meðal manna, en hún birtist fyrst og fremst í auknu víðsýni í trú- málum, vaxandi áhuga fyrir stjórn- málum og viðleitni til þess að til- einka sér ameríska menningu. Hinir yngri menn bygðarinnar um það leyti, sem séra Rögnvaldur var að komast til vits og ára, hafa eflaust verið einn hinn þróttmesti og fram- gjarnasti flokkur ungra íslendinga, sem til hefir verið nokkursstaðar vestan hafs. En þeir voru naumast íslenskari í anda en aðrir, sem komið höfðu börn frá fslandi, eða fæðst hér á fyrstu landnámsárunum. Fyrsta áhugamál þeirra allra, og hin mesta nauðsyn, var það, að leggja alla stund á, að nema enska tungu, svo að þeir gætu kept við aðra menn á sem flestum sviðum; orðið hlutgengir í lífsbaráttunni í nýja landinu. Eg hygg, að það hafi verið hin sögulega þekking séra Rögnvalds, sem hann lagði grunvöllinn að á skólaárum sínum, og hin sögulegu viðhorf, sem sú þekking skapaði, sem mest og best glæddu hjá honum aðdáun á íslenskri og norrænni and- legri menningu og meðvitundina um þjóðernisleg verðmæti. Hann hafði mikla sögulega þekkingu, og hann sá glögglega samhengið milli nútím- ans og liðna tímans; með öðrum orð- um: hann leit á alla menningu, trú- arbrögð og bókmentir, með augum sagnfræðingsins. En, eins og kunn- ugt er, er viðhorf sagnfræðingsins oft æði mikið frábrugðið viðhorfum manna, sem ekki hafa sagnfræðileg- an fróðleik fram yfir hið venjulega. Vísindamaðurinn í þrengri skilningi, líffræðingurinn t .d. eða efnaíræð- ingurinn, lítur vanalega á lífið fra sjónarmiði sinnar vísindagreinar; og hann skortir hið stærra heildaryfirlit yfir hreyfingarnar í mannfélaginu, sem eiga rót sína að rekja fyrst og fremst til hugsjóna og stefna, trúar- bragða og siðspeki aldanna. Sagn- fræðingurinn og heimspekingurinn aftur á móti hafa þessi stærri heild- aryfirlit, þótt þá skorti nákvæmni og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.