Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 40
18
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skiftið, eins og áður segir, til þess að
undirbúa heimsókn Vestur-íslend-
inga. Lagði hann fram mjög mikið
starf við þetta og átti hann ekki
hvað minstan þátt í, að heimsókn
Vestur-fslendinga í það sinn varð
mjög myndarleg, þó að aðrir legðu
auðvitað fram mikinn skerf til þess
líka. Ekki var starfi nefndarinnar
lokið með þessu. Landsstjórn Can-
ada hafði, sem kunnugt er, gefið
ádrátt um það 1930, að sæma ísland
virðulegri gjöf í tilefni af 1000 ára
afmæli alþingis. Félst nefndin og
með henni flestir aðrir, sem til þeirra
mála lögðu, á, að stjórnin væri beðin
um að stofna námssjóð til styrktar
íslenskum mönnum, er leita vildu til
háskóla í Canada til framhaldsnáms.
Þótt ótrúlegt megi virðast, mætti
þessi tillaga andmælum á þingi Þjóð-
ræknisfélagsins, þegar hún var Tyrst
til umræðu þar. En, sem betur fór,
fengu þau mótmæli ekkert fylgi.
Loks var sjóðurinn stofnaður árið
1933 með 25,000 dollara gjöf frá
stjórninni. Nokkrir íslenskir náms-
menn hafa nú þegar notið styrks úr
honum. Það er ekki of sagt, að það
hafi verið séra Rögnvaldi öllum öðr-
um fremur að þakka, að þessi sjóður
var stofnaður, þótt ýmsir aðrir
styddu vitanlega mjög að því máli.
Og ekki þarf að taka það fram,
hversu mikið gagn hin íslenska þjóð
getur haft af námsstyrkjum þeim,
sem úr honum hafa verið og verða
veittir.
Árið 1938 kom fyrir þing Þjóð-
ræknisfélagsins tilmæli frá stjórn
íslands um aðstoð við alþjóðasýn-
inguna í New York 1939-40. Var
séra Rögnvaldur flytjandi máls þessa
sem forseti félagsins. Málinu var
ráðið til lykta á þinginu á þann veg,
að stjórnarnefnd félagsins var falið,
að hafa framkvæmdir í því á hendi
til næsta árs. Á næsta þingi félags-
ins 1939 var svo skýrt frá því, að
stjórnarnefnd félagsins hefði, eftir
beiðni framkvæmdarstjórnar hinnar
íslensku sýningardeildar í New
York, kosið nefnd, sem framkvæmd-
arnefnd sýningardeildarinnar gæti
leitað ráða og aðstoðar hjá, þegar
henni þætti með þurfa. Sýningar-
nefndin hafði sérstaklega óskað þess,
að séra Rögnvaldur ætti sæti í þess-
ari nefnd; og hafði hann að sjálf-
sögðu verið kosinn í hana. Alls voru
sjö menn í nefndinni. Nefnd þessi
hafði talsvert starf með höndum, og
mun séra Rögnvaldur, sem oftar,
hafa fengið sinn fullan skerf af því.
Ekki gat hann samt sótt sýninguna,
eins og hann eflaust ætlaði sér; því
að heilsa hans var mjög tekin að
bila um þessar mundir.
Eins máls verður hér enn að geta,
sem teljast verður með stærri af-
rekum Vestur-íslendinga á þjóð-
ræknis-sviðinu, og sem séra Rögn-
valdur var mikið við riðinn, en það
er Jóns Sigurðssonar minnisvarða-
málið. Þau voru tildrög til þess hér
vestan hafs, að haustið 1910 hreyfði
séra Rögnvaldur því á stjórnar-
nefndarfundi Menningarfélagsins í
Winnipeg, að Vestur-íslendingar
tækju þátt í að reisa Jóni Sigurðs-
syni minnisvarða, eða heiðra minn-
ingu hans á annan hátt, á aldaraf-
mæli hans, eftir því sem því máli
yrði ráðið til lykta á íslandi. Með
því var málinu hrundið af stað, og
var allmikilu fé, nálægt 3000 dollara
safnað í smáum samskotum frá ís-
lendingum víðs vegar um bygðir