Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 41

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 41
RÖGNVALDUR PÉTURSSON 19 þeirra vestan hafs. Ekki var séra Rögnvaldur í nefnd þeirri, sem fyrir söfuninni stóð, en hann átti meiri þátt í því en nokkur annar, að verkið var hafið. Söfnunin gekk vel og varð til þess, eins og hann tekur fram í ritgerð sinni um þjóðræknissamtök- in, að sameina hugi Vestur-íslend- inga meira en nokkurt annað mál, sem þeir höfðu haft með höndum fram að þeim tíma. Og það má óhætt segja, að það hafi ekki síður dregið saman hugi Vestur- og Austur-ís- lendinga, því að upp úr því fer sá kali, sem oft hafði brytt á milli frændanna austan hafs og vestan að smá þverra. Austur-fslendingar gáfu eftirmynd af styttunni eftir lista- manninn fræga Einar Jónsson, sem reist var í Reykjavík, vestur, í virð- ingarskyni fyrir þátttöku Vestur- íslendinga í samskotunum til að standast kostnaðinn við smíði henn- ar; og var hún reist á þinghússvell- inum í Winnipeg og afhjúpuð 17. júní 1921, eftir að styttan hafði lengi verið geymd þar til hæfilegur staður fékst fyrir hana. Réðist vel úr með það, að styttunni var ekki komið fyrir annars staðar, eins og sumir vildu, þó að dálítið tækist ó- hönduglega til með geymslu, og af- hjúpunarathöfnin væri látin fara þannig fram, að fáir íslendingar utan Winnipeg borgar gætu verið viðstaddir. Alla sögu þessa máls má lesa í margnefndri ritgerð séra Rögnvalds, og er hún hin fróðlegasta. Prá mörgu fleira mætti skýra í sambandi við þjóðræknisstarf hans; en sumt af því er svo samantvinnað annari starfsemi hans, að það er ekki auðvelt að aðskilja það frá henni. Hann flutti, eins og gefur að skilja, fjölda margar ræður og erindi um þjóðræknismál, bæði beinlínis og ó- beinlínis, öll þau ár, er hann starf- aði að félagsmálum Vestur-íslend- inga, og yrði það langt mál, ef telja ætti það alt upp. En sérstaklega vil eg þó geta ræðu þeirrar, er hann flutti á fimtíu ára afmæli heima- bygðar sinnar, Dakota-bygðarinnar. Sú ræða ber af flestum þess konar tækifærisræðum, sem eg hefi lesið. Hún er prentuð í minningarriti bygðarinnar, sem út var gefið eftir afmælishátíðina. IV. Ritstörf og bókaútgáfa. Sem rithöfundur átti séra Rögn- valdur sæti í fremstu röð vestur- íslenskra rithöfunda. Hann hafði mikla rithöfunds hæfileika, þó að verk hans á sviði bókmentanna lægi meira í því að koma annara verkum á framfæri heldur en í því, sem hann ritaði sjálfur. Mikill fjöldi ritgerða liggur eftir hann og eins prentaðar ræður og fyrirlestrar. Af bókum ber að nefna “Ferðalýsingar” frá ár- inu 1912, skemtilegar frásagnir af ferðalagi hans til fslands það ár, “Hetjusögur Norðurlanda” eftir Jakob Riis, sem hann þýddi, og æfi- sögubrot hermannanna í Minningar- riti íslenskra hermanna í ófriðnum 1914-18, sem Jóns Sigurðssonar fé- lagið í Winnipeg gaf út. Þessi æfi- sögubrot eru mikið verk, full af fróð- leik um alla fslendinga, sem í stríð- inu voru, og unt var að fá nokkrar upplýsingar um. Sjálfsagt er mikið til í handritum eftir hann, og væri það hið þarfasta verk, að gefa út úr- val af ræðum og ritgerðum eftir hann, sem enn hafa ekki verið prent-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.