Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 42
20
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
aðar, eða eru á víð og dreif í blöðum.
Það fyrsta, sem hver maður, er eitt-
hvað les eftir séra Rögnvald, hlýtur
að taka eftir, er það, hversu málið,
sem hann ritaði, er rammíslenskt.
Hann hafði framúrskarandi gott vald
yfir íslenskri tungu; hann vitnaði
stöðugt til íslenskra fornrita bæði í
ræðu og riti, enda var hann þeim
þaulkunnugur. Eg man t. d. eftir
fyrirlestri einum, sem hann hélt um
miðalda-kveðskap íslenskan. Skýr-
ingar hans og athugasemdir opnuðu
manni nýja útsýn í þeim myrkviði
óeðlilegra orðatiltækja og “kenn-
inga”. Hann komst altaf að kjarn-
anum í yrkisefnunum, þótt kjarninn
virtist stundum vera smár, en um-
búðirnar æði fyrirferðarmiklar. Hann
hafði mestu mætur á öllu þessu
gamla dóti, vikivakakvæðum, ridd-
arasögum, rímum o. s. frv. Og alt,
sem hann ritaði sjálfur, bar keim af
fornsagna stíl; það var ljóst, laust
við alla óþarfa mælgi, málið mynd-
auðugt og samlíkingar heppilegar.
Stutt ræða eftir hann, flutt á ung-
mennafélags samkomu og prentuð í
Heimi, 3. árg. 11. blaði, er mjög
eftirtektarverð í þessu sambandi.
Hún er um fegurðarhugsjónina.
Hann talar þar um fegurðarvit
manna og listir. Hann minnist ekki
á það, sem venjulega er kallað list
orðsins eða ritlist, en um sönglistina
hefir hann þetta að segja: “Hún er
grundvölluð á eilífu lögmáli og get-
ur því altaf með hverjum mannsaldri
tekið ótakmörkuðum framförum. Og
það er aðeins það eitt, sem þau ein-
kenni hefir til að bera, sem altaf get-
ur fylgst í hendur með mannlegri
framför, altaf verið búningur þeirra
æðstu sýna, sem hinir djúpskygnustu
mannanna synir fá augum litið.”
Sama má segja um ritlistina, hún er
búningur þess, sem er eilíflega satt
og eilíflega fagurt og hinna æðstu
sýna djúpskygnustu manna. Þannig
leit hann áreiðanlega á allar bók-
mentir; hann fann, jafnvel þar sem
mörgum öðrum fanst ekki um auð-
ugan garð að gresja, eitthvað af
þessu varanlega, einhvern sannleik
og einhverja fegurð, sem aldrei fyrn-
ast.
Þótt hér hafi verið lögð sérstök
áhersla á það, hversu marglesinn séra
Rögnvaldur var í forn-íslenskum
bókmentum og hversu tamt honum
var að vitna til þeirra, má enginn
ætla, að hann hafi verið lítt fróður
maður á öðrum sviðum, hann var
einmitt fjölfróður maður. En eins
og tekið hefir verið fram, var það
sagan, saga hugmyndanna, skáld-
skaparins, trúarbragðanna. f stuttu
máli, saga hinnar andlegu þróunar
mannsins í öllum hennar greinum,
sem var honum hugleiknust allra
fræða.
Eins og öllum er kunnugt, átti
séra Rögnvaldur oft andstæðinga,
eins og reyndar flestir, sem eitthvað
láta til sín taka, en flestir andstæð-
ingar hans munu þó fyr eða síðar
hafa viðurkent hæfileika hans og
mannkosti. Einn þessara andstæð-
inga hans sagði eitt sinn við mig í
samtali, að eiginlega væri það furðu
lítið, sem lægi eftir hann sjálfan, en
hann hefði haft lag á, að koma ann-
ara verkum á framfæri og hljóta
heiður af. f orðunum lá sú ásökun,
að hann hefði reynt að fljúga á ann-
ara fjöðrum. Ásökunin var í alla
staði óréttmæt. Hann þurfti ekki á
annara fjöðrum að halda. En eg