Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 55

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 55
HULDA SKÁLDKONA 33 eða frændur foreldra minna og man eg þá alla vel, nema Kristján Jóns- son Fjallaskáld og Arngrím Gíslason málara, er voru dánir, þegar eg fór að muna til mín. Var oft glatt og skemtilegt í litla, fallega baðstofu- húsinu þeirra foreldra minna, er þessir vinir voru þar saman komnir, fleiri eða færri. Ræddu þeir af kappi um áhugamál sín og bækur, er þeir höfðu þá nýlesið. Var það metnaðarmál þeirra, að ná í sem mest af bókum ágætra, erlendra höfunda um leið og þær komu út eða voru þýddar á Norðurlandatungumál, því þau kunnu allir, er bókasafnið not- uðu fyrst. Hefi eg sannarlega oft furðað mig á því, er eg hefi á síðari árum séð þýðingar og frásagnir um bækur í íslenskum tímaritum og blöðum, sem eg las ung heima á Auðnum. Þannig er nú verið að þýða í Eimreiöinni hina frægu sögu eftir Tolstoí, Kreutzer-sonatan, er eg las um tvítugt heima í föðurhúsum.” (Bréfið er ritað í nóv. 1931). Gefur þessi lýsing glögga hug- mynd um hið andlega andrúmsloft, sem Hulda ólst upp í, en sjálfri seg- ^st henni svo frá, að faðir hennar hafi langmest allra mótað lífsskoðun hennar og bókmentasmekk; var hann, sem alkunnugt er og þegar hefir verið gefið í skyn, hinn mesti u^enningarfrömuður og stórmerkur maður á marga lund, heilsteyptur að skapgerð og heilbrigður í hugsun sinni.l) ,1) Skemtilega og mjög athyglisverða tysingu á Benedikt og húgðarefnum hans er að finna í grein Ríkarðar Jóns- sonar: “Hjá Benedikt frá Auðnum”, ökinfaxi, apríl 1938. Þar segir svo með- a ..?nnars: “Sönghneigður er Benedikt mJög. Hefir hann safnað mörgum þing- En Hulda naut einnig ágætrar mentunar utan heimilis foreldra sinna. Hún fór að heiman til náms um tvítugsaldur, fyrst á Akureyri og síðar í Reykjavík. Auk hann- yrða og hússtjórnarstarfa, lærði hún það, sem henni var hugstæðast — tungumál. Ekki var heldur í kot vísað með kennara hennar: Benedikt Sveinsson bókavörður las með henni íslensku; Magnús Magnússon, fóst- ursonur Eiríks meistara Magnússon- ar í Cambridge (áður mentaskóla- kennari við Gustavus Adolphus Col- lege í St. Peter, Minnesota, en nú búsettur í Virginia þar í ríkinu) kendi henni ensku, en Bjarni Jóns- son frá Vogi var kennari hennar í þýsku. Frönsku las hún síðar, eftir hún var sest að á Húsavík, hjá séra Jóni Arasyni, bróðursyni séra Matt- híasar Jochumssonar, er var tungu- málamaður ágætur. Málakunnáttu Huldu, er var langt fram yfir það, sem allur þorri ungra íslenskra kvenna áttu kost á að afla sér á þeirri tíð, var henni handhægur lyk- ill að erlendum úrvalsritum, enda gerðist hún næsta langförul um víð- lendur heimsbókmentanna. Þeirri spurning, hvaða rithöfundar hafi haft mest áhrif á hana, svarar hún á þessa leið, og varpar sú frásögn björtu ljósi á margt í bókmentaferli hennar og skáldskap: eyskum rímnastemmum, sem síðar kom- ust í safn séra Bjarna á Siglufirði. Er þetta dæmi um hið fjölþætta gáfnasvið Benedikts.” Mjög eftirtektarverð er grein Benedikts: “Mannsröddin í hvers- dagslífinu”, er hann reit níræður, Sam- tíðin, 1. hefti 1936. Niðurlagsorðin eru þessi: “Aðalhlutverk mannanna hér í heimi er að gera möguleika að veru- leika, efnalega og andlega. Það er ó- tæmandi verkefni, eilíft verkefni, guð- legt verkefni.”
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.