Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 55
HULDA SKÁLDKONA
33
eða frændur foreldra minna og man
eg þá alla vel, nema Kristján Jóns-
son Fjallaskáld og Arngrím Gíslason
málara, er voru dánir, þegar eg fór
að muna til mín. Var oft glatt og
skemtilegt í litla, fallega baðstofu-
húsinu þeirra foreldra minna, er
þessir vinir voru þar saman komnir,
fleiri eða færri. Ræddu þeir af
kappi um áhugamál sín og bækur, er
þeir höfðu þá nýlesið. Var það
metnaðarmál þeirra, að ná í sem mest
af bókum ágætra, erlendra höfunda
um leið og þær komu út eða voru
þýddar á Norðurlandatungumál, því
þau kunnu allir, er bókasafnið not-
uðu fyrst. Hefi eg sannarlega oft
furðað mig á því, er eg hefi á síðari
árum séð þýðingar og frásagnir um
bækur í íslenskum tímaritum og
blöðum, sem eg las ung heima á
Auðnum. Þannig er nú verið að
þýða í Eimreiöinni hina frægu sögu
eftir Tolstoí, Kreutzer-sonatan, er eg
las um tvítugt heima í föðurhúsum.”
(Bréfið er ritað í nóv. 1931).
Gefur þessi lýsing glögga hug-
mynd um hið andlega andrúmsloft,
sem Hulda ólst upp í, en sjálfri seg-
^st henni svo frá, að faðir hennar
hafi langmest allra mótað lífsskoðun
hennar og bókmentasmekk; var
hann, sem alkunnugt er og þegar
hefir verið gefið í skyn, hinn mesti
u^enningarfrömuður og stórmerkur
maður á marga lund, heilsteyptur að
skapgerð og heilbrigður í hugsun
sinni.l)
,1) Skemtilega og mjög athyglisverða
tysingu á Benedikt og húgðarefnum
hans er að finna í grein Ríkarðar Jóns-
sonar: “Hjá Benedikt frá Auðnum”,
ökinfaxi, apríl 1938. Þar segir svo með-
a ..?nnars: “Sönghneigður er Benedikt
mJög. Hefir hann safnað mörgum þing-
En Hulda naut einnig ágætrar
mentunar utan heimilis foreldra
sinna. Hún fór að heiman til náms
um tvítugsaldur, fyrst á Akureyri
og síðar í Reykjavík. Auk hann-
yrða og hússtjórnarstarfa, lærði hún
það, sem henni var hugstæðast —
tungumál. Ekki var heldur í kot
vísað með kennara hennar: Benedikt
Sveinsson bókavörður las með henni
íslensku; Magnús Magnússon, fóst-
ursonur Eiríks meistara Magnússon-
ar í Cambridge (áður mentaskóla-
kennari við Gustavus Adolphus Col-
lege í St. Peter, Minnesota, en nú
búsettur í Virginia þar í ríkinu)
kendi henni ensku, en Bjarni Jóns-
son frá Vogi var kennari hennar í
þýsku. Frönsku las hún síðar, eftir
hún var sest að á Húsavík, hjá séra
Jóni Arasyni, bróðursyni séra Matt-
híasar Jochumssonar, er var tungu-
málamaður ágætur. Málakunnáttu
Huldu, er var langt fram yfir það,
sem allur þorri ungra íslenskra
kvenna áttu kost á að afla sér á
þeirri tíð, var henni handhægur lyk-
ill að erlendum úrvalsritum, enda
gerðist hún næsta langförul um víð-
lendur heimsbókmentanna. Þeirri
spurning, hvaða rithöfundar hafi
haft mest áhrif á hana, svarar hún á
þessa leið, og varpar sú frásögn
björtu ljósi á margt í bókmentaferli
hennar og skáldskap:
eyskum rímnastemmum, sem síðar kom-
ust í safn séra Bjarna á Siglufirði. Er
þetta dæmi um hið fjölþætta gáfnasvið
Benedikts.” Mjög eftirtektarverð er
grein Benedikts: “Mannsröddin í hvers-
dagslífinu”, er hann reit níræður, Sam-
tíðin, 1. hefti 1936. Niðurlagsorðin eru
þessi: “Aðalhlutverk mannanna hér í
heimi er að gera möguleika að veru-
leika, efnalega og andlega. Það er ó-
tæmandi verkefni, eilíft verkefni, guð-
legt verkefni.”