Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 56
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA “Af höfundum, íslenskum og er- lendum, er haft hafa áhrif á mig, nefni eg fyrst og fremst þá gömlu stóru: Dýrðarhöfunda Eddanna, sem eg elska máske mest allra bóka, Snorra, höfunda gömlu biskupasagn- anna, Hallgrím Pétursson. Og af er- lendum skáldum Dante, sem mér fanst minna á Edduskáldin, Shake- speare, Goethe, Victor Hugo, Tolstoi, að ógleymdum Charles Dickens. Af þeim höfundum, er tilheyra tíman- um, sem eg ólst upp á og þar næst á undan, þótti mér einna mest koma til norsku skáldanna Ibsens og Björnsons. Skáldkonurnar Mrs. Humphrey Ward, Bertha von Sut- tner og Selma Lagerlöf voru mér og kærar. Af dönskum skáldum þótti mér vænst um J. P. Jacobsen. Þýskir tónsnillingar og sænsku ljóð- og tónskáldin Tegnér, Bell- mann og Wennerberg máttu heita heimilisvinir í foreldrahúsum mín- um. Þeir voru leiknir þar, sungnir og elskaðir alla mína æsku. MóðTr mín var ljóð- og söngelsk með af- brigðum, enda á hún til þeirra að telja, komin beint frá Jóni Arasyni biskupi og skáld mörg í báðar ættir. Guðný á Klömbrum skáldkona var föðursystir hennar og ber móðir mín hennar nafn. Faðir minn elskaði söng, sem fyr er sagt, og lék einkar vel á flautu og orgel. Var heimili foreldra minna einskonar miðstöð allra þeirra söng- og músík-krafta, er sýslan bjó yfir og meira til. Þessi söngást stytti veturinn og setti bjart- ari blæ á heimilið. Tel eg það eitt hið besta, sem okkur börnunum var gefið í arf. Og blessaðar þjóðsögurnar og þjóðvísurnar voru leiksystur mínar. Jón Árnason, dr. Jón Þorkelsson og Ólafur Davíðsson ástvinir mínir — og eru. í þeirra löndum fann eg þulurnar mínar kæru. Þær gömlu voru eins og týndir og vængbrotnir fuglar. Ósjálfrátt fór eg að reyna að græða þær og gefa þeim flug. Oft hugsa eg um alla týndu dansana. Gaman væri að geta yngt þá upp. Viðlög þeirra svífa á mann, líkt og “sætt vín”. Svo einföld og unaðs- þrungin, vaxin við lindir mannvits og reynslu.” Af miklum hlýleik ræðir Hulda um Eggert Ólafsson, og fer að von- um, jafn mikill unnandi sveitalífs og bændamenningar og hann var, en í þeirra skauti á skáldkonan sterkar og djúpar rætur. Erindi hennar um hann, “Fullhuginn frá Svefneyjum” (Dagur, 6. og 13. nóvember 1924), ber því vitni, hversu handgenginn hún er skáldskap hans og frjósömu lífsstarfi. “Alt, er snertir minningu míns blessaða skálds og látna vinar, Bene- dikts Sveinbjarnarsonar GrÖndals, er mér hugumkært”, segir Hulda í hinni fögru “Gröndalsminning” sinni (Eimreiðin, apríl—júní 1938, en löngu áður kom hún í 19. júni). Þar ritar skáld um skáld og aðdáunin andar þar í hverri línu, enda er þeim margt sameiginlegt: fegurðarást, rómantískt draumlyndi og auðmjúk lotning fyrir dásemdum náttúrunnar. Ekki skyldi mig kynja, þó Gröndal hafi staðið Huldu hvað næst af seinni tíðar skáldum íslenskum. Hún minnist hans einnig fagurlega látins í kvæðinu “Minningar” (Segðu mér að sunnan, bls. 50—53) og telur sig eiga honum margt að þakka; þeir eru fleiri, sem flogið hafa með honum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.