Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 58

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 58
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA hinum dómbærustu ritskýrendum, þó að þeim virtist eigi alt í safninu jafn þungt á metum listarinnar. Eftirtektarverð og honum lík eru ummæli séra Matthíasar Jochumsson- ar (í Norðra 23. sept. 1909): “Er það minn dómur, að falskir tónar finnist færri í ljóðum Huldu, en í kveðskap nokkurra annara skálda hér í landi, síðan Jónas Hallgrímsson leið. Tón- blærinn er og víða hans, og þó engin stæling, og hjartalagið sviplíkt — með minni hrifni þó og afli, en meiri innileik, auðlegð og næmleik kven- hörpunnar, sem ómar í heimahögum sínum og fjarri skarkala lífsins. En í öllum kvæðunum er kjarninn hinn sami, persónan hin sama, málið og listin hin sama. Lýsing eigin sálar- lífs og litbrigða — hin fegursta: barnsleg og einföld, aldrei sjúk (dekadent), aldrei köld eða myrk eða örvingluð eða Byronsk. Eg hefi farið yfir öll kvæðin og merkt helm- ing þeirra eða meir sem fögur eða afbragðsfögur ljóðmæli. Og ljóst kveður hún með afbrigðum. Eg 'kýs heldur ljóst kveðið en myrkt. Og frumleikinn? Hvað er hann — sé hann ekki í formsnildinni og því andríki, sem allir skilja, er hann oft ekki annað en “frase”. í list Huldu og lipurð hefir skáldskapur hinna ágætu ólærðu gáfumanna í Þing- eyjarsýslu náð hæsta stigi. Þulu- hátturinn er hennar fundur og fer henni yndislega vel. í rauninni er sú braglist forn “kvennaslagur” frá löngu liðnum tíma.” f þessu kvæðasafni er slegið á þá strengina, sem síðan hafa altaf hljómað í ljóðum Huldu; hún leggur hlustir við röddum náttúrunnar og túlkar þær með djúpum innileik og samsvarandi málmýkt. Þar anga blómabrekkur og birkihlíðar; þar hlær sóldýrð, vor- og sumarblíða við augum, með undirspili lækja og linda. Rammi myndarinnar er löng- um íslensk sveit í skartklæðum sín- um, sem Hulda þreytist aldrei á að lofsyngja, enda er hún borin og nærð við brjóst hennar. Kemur átthaga- ást hennar fagurlega fram í kvæðum eins og “Dalbúinn”. Hér er því ekki stormhvinur í strengjum, en hreinir eru tónar þeirra, eins og séra Matt- hías benti réttilega á, mildir og lað- andi. Þulurnar eru, eins og fyr er vikið að, frumlegustu kvæðin í safninu. Ástakvæðin eru einnig mörg hver prýðisvel ort, jafn fáguð að formi og þau eru hispurslaus og tilfinninga- rík. “Upp til heiða” er glæsilegt dæmi þess, bæði að málfari og undir- straum tilfinninganna, hversu ljóð- ræn mörg þessi kvæði Huldu eru: Svanir á tjörninni synda, í sefinu hvíslar blær; á bakkanum brosir í svefni blásóley, ung og skær. Rjúpa kúrir i runni, þar rökkva laufatjöld. Hver veit hve fálkinn er fjarri, þó friðsælt virðist í kvöld? Hún gægist á milli greina og gætir í sérhvert skjól, hvort þar sé elskendum óhætt að eiga sumarból. I lynginu fann hún fylgsni og fléttar nú hreiðrið í ró.— Eg vildi að fálkinn flýgi til fjalls, eða lengst út á sjó. Syngi, syngi svanir mínir (1916) er æfintýrið af Hlina kóngssyni snúið upp í ljóð. Var það ofur eðli-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.