Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 58
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
hinum dómbærustu ritskýrendum, þó
að þeim virtist eigi alt í safninu
jafn þungt á metum listarinnar.
Eftirtektarverð og honum lík eru
ummæli séra Matthíasar Jochumsson-
ar (í Norðra 23. sept. 1909): “Er það
minn dómur, að falskir tónar finnist
færri í ljóðum Huldu, en í kveðskap
nokkurra annara skálda hér í landi,
síðan Jónas Hallgrímsson leið. Tón-
blærinn er og víða hans, og þó engin
stæling, og hjartalagið sviplíkt —
með minni hrifni þó og afli, en meiri
innileik, auðlegð og næmleik kven-
hörpunnar, sem ómar í heimahögum
sínum og fjarri skarkala lífsins. En
í öllum kvæðunum er kjarninn hinn
sami, persónan hin sama, málið og
listin hin sama. Lýsing eigin sálar-
lífs og litbrigða — hin fegursta:
barnsleg og einföld, aldrei sjúk
(dekadent), aldrei köld eða myrk eða
örvingluð eða Byronsk. Eg hefi
farið yfir öll kvæðin og merkt helm-
ing þeirra eða meir sem fögur eða
afbragðsfögur ljóðmæli. Og ljóst
kveður hún með afbrigðum. Eg 'kýs
heldur ljóst kveðið en myrkt. Og
frumleikinn? Hvað er hann — sé
hann ekki í formsnildinni og því
andríki, sem allir skilja, er hann oft
ekki annað en “frase”. í list Huldu
og lipurð hefir skáldskapur hinna
ágætu ólærðu gáfumanna í Þing-
eyjarsýslu náð hæsta stigi. Þulu-
hátturinn er hennar fundur og fer
henni yndislega vel. í rauninni er
sú braglist forn “kvennaslagur” frá
löngu liðnum tíma.”
f þessu kvæðasafni er slegið á þá
strengina, sem síðan hafa altaf
hljómað í ljóðum Huldu; hún leggur
hlustir við röddum náttúrunnar og
túlkar þær með djúpum innileik og
samsvarandi málmýkt. Þar anga
blómabrekkur og birkihlíðar; þar
hlær sóldýrð, vor- og sumarblíða við
augum, með undirspili lækja og
linda. Rammi myndarinnar er löng-
um íslensk sveit í skartklæðum sín-
um, sem Hulda þreytist aldrei á að
lofsyngja, enda er hún borin og nærð
við brjóst hennar. Kemur átthaga-
ást hennar fagurlega fram í kvæðum
eins og “Dalbúinn”. Hér er því ekki
stormhvinur í strengjum, en hreinir
eru tónar þeirra, eins og séra Matt-
hías benti réttilega á, mildir og lað-
andi.
Þulurnar eru, eins og fyr er vikið
að, frumlegustu kvæðin í safninu.
Ástakvæðin eru einnig mörg hver
prýðisvel ort, jafn fáguð að formi og
þau eru hispurslaus og tilfinninga-
rík. “Upp til heiða” er glæsilegt
dæmi þess, bæði að málfari og undir-
straum tilfinninganna, hversu ljóð-
ræn mörg þessi kvæði Huldu eru:
Svanir á tjörninni synda,
í sefinu hvíslar blær;
á bakkanum brosir í svefni
blásóley, ung og skær.
Rjúpa kúrir i runni,
þar rökkva laufatjöld.
Hver veit hve fálkinn er fjarri,
þó friðsælt virðist í kvöld?
Hún gægist á milli greina
og gætir í sérhvert skjól,
hvort þar sé elskendum óhætt
að eiga sumarból.
I lynginu fann hún fylgsni
og fléttar nú hreiðrið í ró.—
Eg vildi að fálkinn flýgi
til fjalls, eða lengst út á sjó.
Syngi, syngi svanir mínir (1916)
er æfintýrið af Hlina kóngssyni
snúið upp í ljóð. Var það ofur eðli-