Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 60
38 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA varpsljóðunum til ásynjunnar, en þar renna saman tónfegurð og hugsana- auðlegð í listræna eind: Þín höll er þar, sem hæstu tindar brenna og heilög vötn á hvössu grjóti renna. Hve langt, hve langt úr djúpum Sorgar- dal. Hve bratt þeim fót, sem elskar lilju engi, hve örðugt þeim, sem vorið þráði lengi að hafa að marki hæsta fjallasal. En yfir gráts og gleði söngva alla þín grjóti hreinsuð vötn úr fjarska kalla því hærra æ, sem líður lengra á dag. —Þökk, Vanadís, þinn hörg eg leit í loga og ljós þín stór og smá á himinboga. Mörg stjarnan hrapar, lögmál lífs þær slær. En guðleg fegurð, eins og ljósið, lifir; þinn Ijómi brennur sokknum höllum yfir og hvítar dúfur flögra fjær og nær. Hvað lifa skal mun lífsins drottinn dæma, hvert duftsins barn skal reynslubikar tæma. Margt er hugljúfra, klökkra og draumrænna ástarsöngva í þessum ljóðaflokki, léttstígra munarmála, þar sem orð og efni fallast mjúklega í faðma. Þó er einlægnin og hrein- leikinn hvergi meiri en í kaflanum “Innan vébanda”, um móðursorg og móðurást, heimilishelgi og heimilis- frið. Heimilið er skáldkonunni griðastaður og gróðurreitur, sem hún lofsyngur og biður fyrir í tónmjúk- um söngvum eins og eftirfarandi erindum úr “Silfurbrúðkaupsljóðum” og lokakvæði flokksins: Ef lífið launar nokkuð þá launar það trygð. Sé nokkuð hreint í heimi er það heimilisbygð. Þú bjarti arineldur, það eina bál, sem breytist ei né bliknar við böl og tál. Sá byggir ei á sandi, sem byggir um þig. Þín stjarna friðmál flytur á fjarsta stig. Þú himneski, helgi lundur, heimilis blessuð vé! í ykkar skjóli frá ómuna tíð fyrir öllum stormum var hlé. Æskan sem blóm þar brosti, sem brunnur Mímis á jörð ellin um vísdóm þar vitni bar, —alt vóx er þann snerti svörð. Réttilega hafa ritdómarar lagt á- herslu á það, eins og hér hefir gert verið, hversu óvenjulegir söngtöfrar búa í flestum ljóðum Huldu; en þau eru miklu meira en þýðir og blíð- málir hörpuhljómar einir saman; fagurt ljóðform þeirra og hæfur ytri búningur djúpra og viðkvæmra hugs- ana, skriftamál hreinnar og göfugrar skáldsálar, sem á sýn inn í drauma- og duliðsheima mannlegrar tilveru og kýs að opna öðrum þær veraldir með töfralykli listar sinnar. Um tilverurétt og nauðsyn slíkra skálda má vitna til spaklegra orða Þor- steins Erlingssonar í “Huldupistli”: “Þær ljóðadísir eru fagrar, sem láta sönginn fara eins og snæljós gegn- um þoku og myrkur sálnanna, eða gera hina fölsku tóna aldarinnar að viðbjóð eða athlægi, þær fljúga margar frítt og hátt, en eg þekki enga svo albyrga, að henni væri ekki hagur, að eiga þessa vængi til skift- anna, til þess að bregða sér á út yfir sjóndeildarhringinn.’T) 1) Meðfram rúmsins vegna hefir um- sögnin í grein þessari verið takmörkuð við kvæðin í ljóðasöfnum Huldu, en síð- an seinasta ljóðabók hennar kom út, hefir hún birt fjölda ljóðrænna og fag- urra kvæða í blöðum og tímaritum, svo sem kvæðin “Laufvindar” og “Morgun- ljóð”. (Lesbók Morgunblaðsins).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.