Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Qupperneq 68
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
skapast af almenningsálitinu, er
sjálfsagt fyrir hvern mann að hafna
öllum takmörkunum á einstaklings-
frelsi sínu og láta í hverju máli svo
sem hann sjálfur vill.
Úr þessum lausu þráðum afneitunar
á öllu andlegu valdboði, takmarka-
lausri efnishyggju og siðspeki hins
óháða og alfrjálsa náttúrubarns
myndaði svo heimspekingurinn
George Hegel ákveðið kenninga-
kerfi, sem við hann er kent og nefn-
ist hin Hegelska heimspeki.
í kerfi þessu leggur Hegel mikla
áherslu á andstæðurnar í lífinu. Þær
koma strax í ljós er maðurinn fer að
hugsa skýrt um lífið og tilveruna.
Hver hugsun mannsins hefir tvær
hliðar, jákvæða og neikvæða. Áður
en maðurinn getur nokkuð hafst að
verður hann að heyja baráttu í huga
sínum, en af baráttunni skapast svo
ásetningur hans. Um leið og ásetn-
ingurinn er ákveðinn hefst ný bar-
átta og svo koll af kolli. Þessa kenn-
ingu um baráttu hinna eilífu and-
stæðna heimfærði hann svo upp á líf
og sögu þjóðar sinnar, sem svo mjög
hafði liðið af ágengni herskárra ná-
grannaþjóða.
Hegel virðist hafa tekið fegins
hendi þeirri kenning upplýsinga-
stefnunnar, er afneitaði tilveru per-
sónulegs Guðs, og þeirri kenning
ritningarinnar, að maðurinn væri
gæddur Guðs anda og skapaður í
hans mynd. Hann komst að þeirri
niðurstöðu, að hinn æðsti máttur
opinberaði sig eingöngu í þeim
stofnunum sem menn mynda, sem
þeir lifa og hrærast í. Fullkomnust
allra mannlegra stofnana er ríkið.
Opinberun Guðs til mannanna kemur
því ljósast fram í ríkinu—þannig
verður ríkið Guðs ríki á jörðu.
Kjósi maðurinn sér það hlutskifti,
að losna við hið eilífa stríð and-
stæðnanna bæði í heimi hugsana og
athafna, vilji hann eignast þann frið,
sem yfirstígur allan skilning, verður
hann að leita Guðs í ríkinu, á svipað-
an hátt og kristnir menn leita hins
persónulega Guðs og finna hann í
Jesú Kristi. Maðurinn verður að
gefa sig ríkinu á vald í fullkominni
hlýðni. Takist honum það, eignast
hann frið fyrir samvisku sína. Utan
við takmörk ríkisins—guðsríkisins—
eru andstæðurnar enn að verki. Ef
í huga mannsins rís svo mikið sem
vandlætingar eða efasemda stefna
gagnvart athöfnum ríkisins, þá fell-
ur hann samstundis frá guðsríkinu,
hann heyrir því þá ekki lengur til og
er réttlaus gagnvart því frá þeirri
stundu. Þegnar ríkisins verða að
gefa sig ríkinu á vald með lífi og
sál, takmarkalaust—skilyrðislaust,—
því ríkið er sjálfur Guð.
Til þess að vér getum betur skilið
afstöðu stjórnarvaldanna á Þýska-
landi, þeirra sem nú eru við völd,
leyfi eg mér að birta hér lauslega
þýðingu á skilgreining Hegels á rík-
inu. Hann segir:
“Ríkið er opinberun Guðs á jörð-
unni. Það er fullkomið. Það er ó-
háð öllum venjum. Ekkert stendur
því framar. Það viðurkennir engan
rétt nema sinn eigin. Það getur aldrei
verið spursmál um hvað rétt er eða
rangt, að því er ríkinu við kemur.
Ríkið er syndlaust og ofar öllum að-
finslum. Ríkið er alt. Það er hin
guðdómlega vera eins og hún birtist
á jörðunni. Það er hinn guðdómlegi
vilji. Það er hið fullkomna vald.