Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 72
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
óheillavættur, blóðþynkan, sem varð
orsök þess að Þjóðverjar töpuðu
stríðinu mikla, og náðu ekki því tak-
marki sínu, að vera sigurvegarar
heimsins.
Hitler staðhæfir, að þegar blóð-
blöndunin nær vissu stigi færist eins-
konar svefnhöfgi yfir þjóðina. Menn
finna ekki lengur óskifta köllun til
að þjóna ríkinu. Alríkismeðvitund-
in verður hvikandi og óljós. Menn
verða óhreinskilnir, óábyggilegir,
geðveilir hræsnarar, “tví-geðja”, eins
og hann orðar það.
Blóðsmitunin frá Gyðingum er
hættulegust. í sambandi við um-
sögn sína um Gyðinga, sögu þeirra
og áhrif í þjóðlífinu ætlar Hitler
alveg að ganga af göflunum, og get-
ur ekki valið þeim nógu sterk ó-
kvæðisorð. Þeir eru lúsin, sníkju-
dýrið á hinum þýska þjóðarlíkama.
Hvar sem þeir eru og hvað sem þeir
hafast að, hafa þeir aðeins einn og
sama tilgang; að blanda blóði við
hinn norræna stofn, og sjúga úr
honum merg og blóð.
Af þessu stafa ofsóknirnar á hend-
ur Gyðingum og kristnum mönnum.
Kristin trú stendur sögulegum rót-
um í menningu Gyðinga, þessvegna
verður það tré einnig að jafnast við
jörðu. Þessvegna er ekki aðeins
Gamla Testamentinu kastað á glæ,
heldur er einnig Nýja Testamentið
þýtt á mál nazista og því þröngvað
upp á þýska alþýðu í hinni herfi-
legustu útgáfu. Hér er aðeins eitt
sýnishorn af þýðing Muellers bisk-
ups. Kristur segir í f jallræðunni:
“Sælir eru friðflytjendur, því þeir
munu Guðs synir kallaðir verða.” Á
máli nazista segir hann: “Sælir eru
þeir sem efla frið við sína eigin þjóð-
bræður, því að þeir gera Guðs vilja.”
Þessi lífsspeki Þjóðverja varpar
nýju ljósi yfir margt sem áður var
hulið, að því er viðkemur háttalagi
stjórnarvaldanna, sem nú ráða ríkj-
um þar. Marga furðar, sem eðlilegt
er, hin mikla óprúttni sem kemur
fram í sambandi við alþjóðasamn-
inga, þar sem Þjóðverjar eru aðilar.
Hátíðlegir samningar eru undir-
skrifaðir í dag, og svo rofnir við
hentúgleika eins og ekkert hafi verið
samið og engar undirskriftir átt sér
stað. Þetta skilur maður í Ijósi
þeirrar kenningar, að Nazi-ríkið er
Guðs ríki. Það er syndlaust og hafið
yfir vandlætingar manna, ráðabrugg
eða samninga. Ef sá andi, sem
stjórnar Guðsríkinu þýska, segir
Hitler, að gera eitt í dag og annað á
morgun, hverjum er þá um að kenna?
Vissulega ekki Hitler. Framar ber
að hlýða Guði—ríkinu—en mönnum.
Hitler gerir grein fyrir því í bók
sinni, að hann gangi ekki að störfum
sínum sem ríkiskanslari eins og
venjulegur maður, heldur sem mað-
ur, er hlýtur stöðugan innblástur
andans,—eða eins og maður sem
gengur í svefni. Það er ekki hægt
að hefta hinn þýska anda með lof-
orðum eða heitingum. Hann þarf
ekki að gera grein fyrir verkum sín-
um á neinu mannlegu dómþingi, og
ekki heldur fyrir almenningsálitinu.
Andinn frá Berlín er alvaldur Guð
og Hitler er spámaður hans.
Áhrif andans frá Berlín eru þegar
lýðum ljós. Hann lætur greipar sópa
um helgustu vé mannlífsins. Hvar
sem hann ríkir verða menn dramb-
samir og drotnunargjarnir, eigin-
gjarnir og öfundsjúkir, hatursfullir
og hefnigjarnir, tilbiðjendur hnefa-