Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 77

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 77
Eftir J. Magnús Bjarnason Árið 1880 var eg um tíma vika- drengur í námubæ nokkrum við sjó fram austur í Nýja-Skotlandi, og var eg til fæðis og húsnæðis hjá ís- lensku piltunum, sem bjuggu í litlu húsi (eða shanty), er stóð undir greniviðar-runni hátt uppi í hlíðinni fyrir norðan bæinn. Þá var eg fjórtán ára gamall. Þeir voru sex íslensku piltarnir, sem unnu þar í gullnámunni, og sá, sem talinn var fyrir þeim, hét Jón Jónsson. Hann var þeirra elstur, röskleika-maður og drengur góður. — Frá húsi ís- lensku námupiltanna sást mjög vel yfir allan bæinn og langt út á fjörð- inn. Sátum við oft á kvöldin sunnan undir húsinu, þegar veður var fag- urt og blítt. Las þá einhver piltanna á stundum upp hátt í einhverri skemtilegri íslenskri bók. Og hlýdd- um við hinir á með mikilli eftirtekt. Það var eitt fagurt sunnudags- kvöld snemma í ágústmánuði, þá er við, sem oftar, sátum undir hús- veggnum, að við tókum alt í einu eftir því, að maður með bagga á bakinu kom austan akveginn, sem lá í gegnum námubæinn. Og þegar hann var kominn spölkorn inn í bæinn, mættu honum nokkrir dreng- ir. Þá nam hann staðar og talaði eitthvað við þá — var að líkindum að spyrja til vegar. Eftir stutta stund benti einn drengjanna í áttina til okkar, og beygði ferðamaðurinn litlu S1ðar inn á göngustíginn, sem lá upp hlíðina að húsinu, sem við bjuggum í. “Þetta er áreiðanlega íslendingur,” sagði einn af íslensku námupiltun- um; “og mér sýnist það vera koffort, sem hann ber á bakinu. Við fáum að öllum líkindum góðan gest.” Tilgáta hans var rétt. Það var íslendingur, sem kom þar upp hlíð- ina. Hann var í mórauðum, íslensk- um vaðmálsfötum og bar lítið ís- lenskt koffort á bakinu. Hann var meðalmaður á hæð og svaraði sér vel að gildleika. Og þegar hann kom nær, sáum við að hann var maður á unga aldri, á að giska um tvítugt, eða tæplega það. Hann var bjartur yfirlitum, fremur fríður sýn- um, góðlegur og greindarlegur. “Eruð þið ekki íslenskir?” sagði hann, þegar hann var kominn til okk- ar. Og mér sýndist hann vera ofur- lítið feiminn. Jón varð fyrir svörum, og sagði að við værum allir íslendingar. Þá var eins og það glaðnaði yfir gestinum. Hann setti undir eins koffortið nið- ur, tók af sér hattinn, gekk fyrir hvern okkar og heilsaði okkur með handabandi. Hann kvaðst heita Bessi, og hann sagði okkur nafn föður síns, en því hefi eg gleymt. Hann var nýkominn frá Islandi, og hafði verið nokkra daga um kyrt í íslensku nýlendunni á Mooselands- hæðum. Hann kom með bréf til Jóns Jónssonar, og var það frá einum bóndanum í nýlendunni. Var efni bréfsins það: að Jón var beðinn að liðsinna þessum unga manni og koma honum í vinnu hjá einhverjum þar austur við sjóinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.